Finnbjörg - rafbók

3. Sambeyging Þegar tvö eða fleiri orð fallbeygjast saman er það kallað sambeyging . Þá eru orðin í sama falli og sömu tölu. Stundum fallbeygjast tvö orð saman, stundum fleiri. öll orðin í nefnifalli eintölu Hér er þessi litli fallegi ormur. öll orðin í þolfalli eintölu Ég skrifaði um þennan litla fallega orm. öll orðin í þágufalli eintölu Hún sagði frá þessum litla fallega ormi. öll orðin í eignarfalli eintölu Það hefur ekkert sést til þessa litla fallega orms. öll orðin í nefnifalli eintölu Hér er Bogga Bjarney Bjarnadóttir öll orðin í þolfalli eintölu Um Boggu Bjarneyju Bjarnadóttur öll orðin í þágufalli eintölu Frá Boggu Bjarneyju Bjarnadóttur öll orðin í eignarfalli eintölu Til Boggu Bjarneyjar Bjarnadóttur EINTALA lo. + no. lo. + no. to. + no. nefnifall hér er gamall hestur hér er þreytt mús hér er ein stelpa þolfall um gamlan hest um þreytta mús um eina stelpu þágufall frá gömlum hesti frá þreyttri mús frá einni stelpu eignarfall til gamals hests til þreyttrar músar til einnar stelpu FLEIRTALA lo. + no. lo. + no. to. + no. nefnifall hér eru gamlir hestar hér eru þreyttar mýs hér eru tvær stelpur þolfall um gamla hesta um þreyttar mýs um tvær stelpur þágufall frá gömlum hestum frá þreyttum músum frá tveimur stelpum eignarfall til gamalla hesta til þreyttra músa til tveggja stelpna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=