Finnbjörg - rafbók

1. FALLORÐ 1. Fallbeyging Orð sem geta beygst í föllum kallast fallorð. Föllin eru fjögur. Aðalfallið er kallað nefnifall en aukaföllin þrjú þolfall , þágufall og eignarfall . Oft eru fallorð eins í tveimur eða fleiri föllum. Örfá fallorð eru eins í öllum föllum í eintölu, t.d. orðin auga , lunga og ævi . 2. Hjálparorð Hjálparorðin hér er , um , frá , og til eru notuð til þess að finna föll fallorða. Þegar orð eru eins í tveimur eða fleiri föllum getur verið gott að setja annað orð í staðinn fyrir vafaorðið. Algengt er að nota orðið hestur eða Páll vegna þess að þau hafa mismunandi mynd í hverju falli. Jón (hestur ■ nf.) horfði á Boggu (hest ■ þf.) grafa holu (hest ■ þf.) í sandinn (hestinn ■ þf.). Þeim brá þegar þau sáu augu (hest ■ þf.) og síðan munn (hest ■ þf.) og nef (hest ■ þf.). Bogga (hestur ■ nf.) gróf dýpra og í ljós (hest ■ þf.) kom höfuð (hestur ■ nf.) á dýri (hesti ■ þgf.). „Þetta er sandskrímsli (hestur ■ nf.),“ hrópaði Jón (hestur ■ nf.). nefnifall hér er hestur þolfall um hest þágufall frá hesti eignarfall til hests nefnifall hér er köttur kaka borð Sverrir tveir þolfall um kött köku borð Sverri tvo þágufall frá ketti köku borði Sverri tveim eignarfall til kattar köku borðs Sverris tveggja HJÁLPARORÐ AÐALFALL AUKAFÖLL ✱ NAFNORÐ ✱ LÝSINGARORÐ ✱ FORNÖFN ✱ TÖLUORÐ ✱ GREINIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=