Finnbjörg - rafbók

7. NÝYRÐI Þegar þörf er á að finna nýtt orð yfir einhvern hlut eða fyrirbæri sem ekki var til áður er búið til nýtt orð, þ.e. nýyrði . Flest nýyrði eru búin til með rót orða sem mynda kjarna íslenskunnar. Þá er jafnvel bætt við rótina forskeyti eða viðskeyti. Stundum eru nýyrðin tökuorð , þ.e. þau eru fengin að láni úr öðrum málum. Það á til dæmis við um orðin kirkja , prestur og altari sem öll eru gömul tökuorð í málinu. Nýrri tökuorð eru til dæmis bíll og bremsur . Einstaka sinnum fá gömul orð í málinu, sem ekki eru notuð lengur, nýja merkingu. Þau eru þá kölluð nýmerking . Þetta á til dæmis við um orðin pæla, sími og skjár . Orðið pæla merkti áður að stinga upp mold, sími merkti þráður og skjár gluggi. Við nýyrðasmíð er algengt að búa til samsett orð úr tveimur eða fleiri stofnum. Þannig voru til dæmis orðin tölvupóstur og geislaspilari búin til. Nýyrði frá 19. og 20. öld eru t.d. farfugl, fíkniefni, flugvél, framfærslu­ vísitala, geisladiskur, gróðurhús, hitabelti, róttækur, sjónvarp, þota, þyrla, togari og vélsmiðja Ósamsett nýyrði: tölva, þota, þyrla Samsett nýyrði: húsbíll, lyklaborð, myndlykill Tökuorð: adressa, batterí, gardína Nýmerking: þulur, pæla, skjár Öll orð í málinu eru greind í flokka eftir einkennum sínum. Sum margmiðlun skyndibitastaður breiðband endurvinnsla farsími flatbaka flugpóstur gagnabanki gagnagrunnur loftpúði geislaspilari handsími hljómborð iðnvæðing myndband sjónvarp stýrikerfi þyrla tölvupóstur tölvugögn þolfimi ORÐHLUTAR OG ORÐMYNDUN orðhluti samsett orð rót forskeyti viðskeyti stofn beygingarending samsett orð ósamsett orð nýyrði tökuorð nýmerking Rifjaðu upp

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=