Finnbjörg - rafbók

1. Stofn sagnorða kemur fram með því að setja orðið að fyrir framan sögnina: að gyll • a að horf • a að kepp • a að rign • a að sigl • a 2. Stofn lýsingarorða kemur m.a. fram í kvenkyni, eintölu, nefnifalli. Gott er að nota hjálparorðin hún er : bein • t grunn • t ill • t sleip • t hún er: bein grunn ill sleip 3. Stofn sterkra nafnorða kemur fram í þolfalli, eintölu með hjálparorðinu um : hvamm • ur kapp Pál • l stein • n þf.et . um: hvamm kapp Pál stein 4. Stofn veikra nafnorða kemur fram með því að taka beygingarendingu frá: boll • i sím • i tal • a virð • i S T O F N GÓÐ LEIÐ TIL AÐ FINNA 4. STOFN Sama orð getur haft mismunandi beygingarmyndir. Þær koma fram þegar orð er fallbeygt, breytt er um tölu þess eða tíð. Ákveðinn hluti orðsins helst samt stöðugur í allri beygingu. Sá hluti er kallaður stofn . Sérhljóð í stofninum taka stundum breytingum sem fara eftir ákveðnum reglum. Með því að finna stofn orða er oft auðveldara að sjá hvernig á að stafsetja orðið rétt. Röð stafanna í stofninum helst t.d. alltaf óbreytt. Margar beygingarmyndir – sami stofninn köttur: köttur, kött, ketti, kattar, kettir, ketti, köttum, katta stofninn er kött tefla: tefla, tefldi, teflt, teflir, teflum, teflið, tefldu, tefli, teflum stofninn er tefl nefnifall hér er Hall • ur þolfall um Hall þágufall frá Hall • i eignarfall til Hall • s Grímur Hallsson Stofn nafnorða finnst í þolfalli eintölu. Stofninn sýnir hvernig rétt er að stafsetja orðið, þ.e. tvö l í stofninum, tvö l í allri beygingunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=