Finnbjörg - rafbók

2. FORSKEYTI Oft er settur orðhluti fyrir framan rótina til þess að mynda ný orð. Sá orðhluti kallast forskeyti . Helstu forskeyti eru: al-, and-, -for-, mis-, ó-, tor-, van-, og ör -. al- al • heimur, al • vara, al • vitur ó- ó • læti, ó • skýr, ó • sköp and- and • stæðingur, and • mæla, and • vaka tor- tor • skilinn, tor • tryggni, tor • veldur for- for • dómur, for • nafn, for • vitni van- van • búinn, van • skapaður, van • trú mis- mis • munur, mis • stór, mis • tök ör- ör • lög, ör • tröð, ör • yggi Yfirleitt er aðeins eitt forskeyti á undan rótinni. Nokkur orð hafa þó tvö forskeyti, t.d. ó • á • nægja , ó • á • byrgur . 3. VIÐSKEYTI Oft er settur orðhluti fyrir aftan rótina til að mynda ný orð. Sá orðhluti kallast viðskeyti . Til eru mörg viðskeyti en þau algengustu eru líklega - ari , -legur, -ling og -un -aður aldr • aður hug • aður, kjark • aður, kvef • aður -andi gef • andi leiðbein • andi, nem • andi, send • andi -ari bak • ari meist • ari, múr • ari, rak • ari -ing setn • ing lagn • ing, rign • ing, setn • ing -legur skemmti • legur góð • legur, illi • legur, leiðin • legur -lingur dýr • lingur kett • lingur, kið • lingur, vett • lingur -óttur fjöll • óttur hjólbein • óttur, skræp • óttur, sköll • óttur -un rit • un skoð • un, versl • un, ætl • un Gott að vita Orð sem leidd eru af orðstofnum sem til eru í málinu eru kölluð afleidd orð . Orðin kunnátta , ókunnug, kennari , kennsla og könnun eru til dæmis öll leidd af sögninni kenna .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=