Finnbjörg - rafbók
Sá hluti orðs sem hefur ákveðna merkingu eða hlutverk er kallaður orðhluti. Sum orð eru aðeins búin til úr einum orðhluta en önnur úr mörgum. Orð með einum orðhluta: á, ást, börn, rós, sól, ský, úr, við Orð með mörgum orðhlutum: bil • un • in, fing • ur • inn, kon • ung • ur, ör • þreytt • ir Orð sem leidd eru af orðstofnum sem til eru í málinu eru kölluð afleidd orð . Afleidd orð af söginni fara : för, ferð, farangur, ófarir, tilfærsla 1. RÓT Þegar orð eru búin til úr sömu rót er talað um skyldleika þeirra. Þannig eru orðin gleði , gleðja og glaður náskyld hvert öðru af því að þau hafa öll sömu rót. Það á við um mörg orð, til dæmis orðin kenna , kennsla , kennari , kanna , kunna , kenning og könnun . Þótt orðin sól og sunna , máni og tungl hafi skylda merkingu er ekki talað um skyldleika þeirra á milli. Það er vegna þess að þau hafa ekki sömu rót. Öll orð hafa orðhluta sem kallast rót . Rótin er sá hluti orðs sem ber merkinguna. Þess vegna er sagt að hún sé merkingarkjarni orðs. Við rótina má bæta orðhlutum, ýmist fyrir framan eða aftan. Það er til dæmis gert þegar búin eru til ný orð í tungumálinu. Sum orð eru bara mynduð með einni rót: ferð, hús, mjór, mús, rós Sum orð eru mynduð úr tveimur rótum: bað • kar, bíl • skúr, hús • bíll, sjón • varp Stundum breytist rótin: far – för, lús – lýs, mamm • a – mömm • u, mús – mýs Orðhluti fyrir framan rótina: van • trú , ó • frísk Orðhluti fyrir aftan rótina: trú • leg , frísk • leg O O R R R Ð Ð H MY N T DU U OG N L A spilling spilltur spilla óspilltur gylltur gull gylla gylling beita bitlingur bitinn útbitinn viðbit bíta biti ANNAR KAFLI
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=