Finnbjörg - rafbók

4. HLJÓÐBREYTINGAR Algengt er að sérhljóð í stofni orða breytist. Slíkar breytingar eru kallaðar hljóðbreytingar Það gerist til dæmis: Þegar breytt er um fall: Hér býr amma. Ég fór til ömmu. a – ö Þegar breytt er um tölu: Þetta er sonur minn. Hvað heita synir þínir? o – y Þegar breytt er um tíð: Afi bjó hér. Þú býrð þarna. jó – ý Hljóðbreytingarnar fara eftir ákveðnum reglum sem getur komið sér vel að þekkja til þess að skilja hvernig orð eru skyld hvert öðru. Slík þekking nýtist meðal annars í stafsetningu. Algengustu hljóðbreytingarnar kallast hljóðvarp , klofning og hljóðskipti . Yfirlit yfir helstu hljóðbreytingar i-hljóðvarp hljóðskipti o – y sonur – synir í – ei – i – i bíta beit bitum bitið u – y þunnur – þynnri jó – au – u – o hrjóta hraut hrutum hrotið ju – y bjuggum – byggi jú – au – u – o ljúga laug lugum logið ú – ý hús – hýsa e – a – u – o bresta brast brustum brostið jó – ý ljós – lýsa e – a – á – u nema nam námum numið jú – ý djúpur – dýpi o – a – á – o sofa svaf sváfum sofið au – ey hraustur – hreysti e – a – á – e gefa gaf gáfum gefið a – e vanur – venja i – a – á – e sitja sat sátum setið á – æ þráður – þræða a – ó – ó – a fara fór fórum farið ó – æ fór – færi e – i verð – virði u-hljóðvarp klofning a – ö kalla – köllum e – ja eða jö eta – jata – jötunn a – u sumar – sumur i – ja eða jö kilir – kjalar – kjölur Rifjaðu upp HLJÓÐ OG STAFIR bókstafir stafróf ritmál talmál sérhljóð samhljóð einhljóð tvíhljóð breiðir sérhljóðar grannir sérhljóðar atkvæði hljóðbreytingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=