Finnbjörg - rafbók

2. SÉRHLJÓÐ OG SAMHLJÓÐ Hljóðum er skipt í sérhljóð og samhljóð. Sérhljóð eru mynduð með opnum munni. Loftstraumurinn kemst því út um munnholið án þess að eitthvað þrengi að. Stundum er sagt að sérhljóðarnir geti sagt nafnið sitt sjálfir. Ekki er hægt að mynda orð án sérhljóða. Sérhljóðin eru: a, e, i (y), í (ý), o, u, ú, ö, ei, ey, æ, au, á, ó Sérhljóð skiptast í einhljóð og tvíhljóð Tvíhljóð eru samsett úr tveimur einhljóðum og draga þau nafn sitt af því. Með því að segja hratt hljóðin ö og í (öí) heyrist til dæmis vel hvernig tvíhljóðið au myndast. einhljóð tvíhljóð a, e, i (y), í ( ý), o, u, ö, ú au (ö+í), á (a+ú), ei/ey (e+í), ó (o+ú), æ (a+í) Samhljóð myndast þegar þrengt er að loftstraumnum út um munninn eða nefið. Stundum er lokað fyrir hann augnablik. Samhljóðin eru: b, d, ð, f, g, h, j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, x, þ 3. ATKVÆÐI Orð eru mynduð úr einu eða fleiri atkvæðum. Í hverju atkvæði er alltaf einn sérhljóði en mis­ munandi margir samhljóðar. Stundum er enginn samhljóði. Orð með einu atkvæði : á, ást, bók, hár, hús, ís, ljós Orð með tveimur atkvæðum : drengur, flaska, kona, lykill, sjónvarp Orð með þremur atkvæðum : hamingja, íslenska, tungumál Orð með fjórum atkvæðum : útlendingur, útvarpsstjóri, vetrarkuldi Orð með fimm atkvæðum : flugstjórasæti, kvikmyndahátíð, vetrarfatnaður Orð með sex atkvæðum : grunnskólanemandi, kvikmyndaleikari, kafarabúningur Gott að vita Þeir bókstafir sem notaðir eru til að tákna tvíhljóðin, auk stafanna í, ý, ú, eru oft kallaðir breiðir sérhljóðar . Hins vegar eru i, y, e, u, ö, o og a oft kallaðir grannir sérhljóðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=