Dægurspor

Dægurspor 8 Rómantíska stefnan Hin fágaða borgarastétt kunni lítt að meta óheflaðar frásagnir og vísur almúgafólks. Ekki líkaði borgurunum heldur við sögur þar sem gert var grín að geistlegum og veraldlegum yfirvöldum. Því betur líkaði þeim við ævintýri um hetjur, sem lentu í ýmsum raunum, en hrepptu prinsessuna og hálft kóngsríkið í sögulok. Svonefnd rómantísk stefna ríkti í bókmenntum og listum á fyrri hluta 19. aldar. Þrá er dæmigert hugtak þess sem aðhyllist rómantík. Hann þráir að komast burt úr gráum hversdagleikanum inn í ímyndaða eða tilbúna veröld þar sem allt er fallegt, miðaldakastala einhvers riddara eða fjarlæg ævintýralönd. Hann dreymir um ástir og dáðir sem eru drýgðar. Ímyndunaraflið er ákaft og tilfinningalífið brennandi. Hann lofsyngur hina villtu náttúru, sveitalífið, einfaldleikann, hispursleysið og hreinskilnina. Hann vill losna undan reglufestu klassíkurinnar og daufheyrist við hvers kyns fyrirmælum til að geta beitt sér að eigin sérkennum, losnað úr öllum viðjum og hrist af sér alla fjötra. Hann leitast við að brjóta sér leið að hinstu leyndarmálum lífsins en beitir ekki til þess almennri skynsemi heldur tilfinningum, ímyndunarafli, hugboðum og innsæi. Hann ferðast um á mörkum draums og veruleika og leggur til hliðar lögmál raunveruleikans. Það er eitthvað ofsafengið og díónýsískt við rómantíkina í mótsögn við hinnmilda og apolonska einfaldleika klassíkurinnar. Finn Benestad: Musikk og Tanke bls. 28. Pétur Hafþór Jónsson þýddi. Franz Liszt situr við píanóið og horfir á brjóstmynd Beethovens. Til fóta honum situr kona hans, Marie d‘Agoult. Lengst til vinstri eru rithöfundarnir Alexander Dumas og Victor Hugo. Skáldkonan George Sand situr í hægindastól íklædd karlmannsfötum að venju. Hún var unnusta Chopins. Að baki henni standa tónskáldin Paganini og Rossini. Málverkið fyrir aftan þá er af skáldinu Byron lávarði, helsta boðbera rómantísku stefnunnar. Málverkið að baki brjóstmyndinni vísar til óveðurskaflans í Pastorale-sinfóníu Beethovens. Tjáning varð persónuleg og til- finningaþrungin. Tónskáld sóttu innblástur til náttúrunnar og gamalla goðsagna. Einnig leituðu þau til skáldanna. Ljóð voru valin af kostgæfni áður en sönglög voru samin. Ljóðasöngur varð vettvangur dýpstu tilfinninga. Hughrifin endurómuðu í undir­ leiknum sem gerði miklu meira en að styðja við sönginn. Hljóð­ færasmíði fleygði fram og jók tjáningarmöguleika píanó­ sins. Tónlist var farin að hljóma vegna sjálfrar sín. Ekki einungis til að þjóna einhverri athöfn. Hljóðfærasnillingar öðluðust að­ dáun, frægð og virðingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=