Dægurspor

Dægurspor 86 NIÐURLAG Skömmu fyrir 1955 hljóp kippur í íslenska hljómplötuútgáfu. Ný fyrirtæki hófu starfsemi á því sviði, t.d. Íslenskir tónar, HSH (Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur) og Tóníka. 45 snúninga plötur tóku smám saman við af gömlu 78 snúninga plötunum. Vinsælir höfundar og söngvarar kvöddu sér hljóðs á þessum plötum. Einnig í danslagakeppnum sem oft var útvarpað beint og margir fylgdust með. Fjöldi nýrra laga og texta náði fljótt eyrum þjóðarinnar. Margt af því efni lifir enn, enda vel samið. Auk lagasmiða sem fyrr hefur verið getið má nefna Jenna Jónsson, Ágúst Pétursson, Óðin G. Þórarinsson og Jón Sigurðsson (Jón í bankanum), sem einnig var textahöfundur. Ásta Sveinsdóttir var ein fárra kvenna sem fengust við lagasmíðar. Númi Þorbergsson og Ágúst Böðvarsson (bróðir Bjarna Bö.) sömdu texta. Kristján frá Djúpalæk orti um íslenskan veruleika til mótvægis við amerísk áhrif, semmörgumþótti of áberandi. Þar má nefna textann við „Sjómannavalsinn“, lag Svavars Benediktssonar, sem Sigurður Ólafsson gerði eftirminnileg skil. Sigurður söng einnig „Síldarvalsinn“ eftir Steingrím Sigfússon og Harald Zóphaníasson. Hvort tveggja telst til svokallaðra sjómannalaga. Alfreð Clausen og Haukur Morthens (frændi Bubba) voru ástsælir söngvarar og annáluð prúðmenni. Það má glöggt heyra á skýrum textaframburði þeirra og vönduðum söng. Ragnar Bjarnason þótti mikill töffari á sínum yngri árum. En ótrúlega langur ferill hans gerði hann smám saman að „grand old man“ íslenskrar dægurtónlistar. Svipað má segja umHauk Morthens, sem átti langan feril. Akureyringurinn Óðinn Valdimarsson var upp á sitt besta um 1960. Ferill hans var stuttur. En lögin sem hann hljóðritaði halda nafni hans á lofti, einkum lagið „Ég er kominn heim“. Ellý Vilhjálms og Helena Eyjólfsdóttir voru lengi að og eru líklega nafntogaðastar íslenskra dægurlagasöngkvenna frá þessum árum (sú síðarnefnda er nýlega búin að gefa út plötu þegar þetta er skrifað). Áður hefur verið fjallað um Ingibjörgu Þorbergs. Auk þess má nefna Sigrúnu Jónsdóttur, Erlu Þorsteins, Ingibjörgu Smith, Öddu Örnólfs og Soffíu Karlsdóttur, sem allar sungu inn á vinsælar plötur. Bjarni Böðvasson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=