Dægurspor

85 Bongo og conga eru öllu þekktari en áðurnefnd hljóðfæri. Kúbanskar bongo-trommur eru tvær litlar trommur úr þykkum viði. Þeim er haldið á milli hnjánna og leikið á þær með fingrum eða lófum. Sú stærri og dimmari í hljómi nefnist hembra (kvenkyns). En sú minni og bjartari kallast macho (karlkyns). Þær eru af afrískum uppruna. Conga nefnast tunnulaga trommur sem rekja má til makuta-tromma í Kongó. Stærðirnar eru þrjár. Sú stærsta nefnist tumbadora eða tumba, sú í miðið conga og sú minnsta quinto. Cajones eru ásláttarhljóðfæri sem afrískir þrælar bjuggu til úr tré- og rimlakössum utan um ýmsan innfluttan varning. Stórir kassar utan af saltfiski voru notaðir eins og bassatromma eða tumba. Minni kassar með bjartara hljóði gegndu hlutverki quinto. Cajones eru enn við lýði og er oft leikið á þá með tveim sleglum, palitos. Jafnframt er leikið á cucharas (skeiðar) og málmhristu sem nefnist maruga. Bombo criollo eða kreólabassatromma er hermannatromma af evrópskum uppruna. Leikið er á hana með trékylfu eða berum höndum. Oft heyrist í sartenes eða steikarpönnum um leið og leikið er á bombo criollo. Á pönnurnar er leikið með trépinnum eða prjónum. Cencerro er kreólakúabjalla, ein af mörgum slíkum í kúbanskri tónlist. Á hana er leikið með trékjuða. Quiajada er kjálki úr asna, hesti eðamúldýri og fyrirrennari þess hljóðfæris sem á ensku nefnist vibraslap. Hljóðið í þeim er sérkennilegt þegar glamrar í hálflausum tönnunum. Skröltormur er heiti þess á íslensku. Claves („kla-ves“) eðahrynstafir erumörgumkunnir úr tónmenntartímum í grunnskóla. Kúbanskir stafir eru heldur stærri en stafirnir í tónmenntarstofunni. Á þá er leikið stöðugt og síendurtekið þrástef sem nær yfir tvo takta. Það er eitt helsta einkenni kúbanskrar tónlistar. Notkun claves má rekja til ýmissa tegunda afrískrar tónlistar, bæði trúarlegrar og veraldlegrar. Tónlist á Kúbu Bongo. Conga. Vibraslap eða skröltormur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=