Dægurspor

Dægurspor 84 KÚBUMENN BÚA TIL SÍN EIGIN HLJÓÐFÆRI Eins og gefur að skilja var fátt um raunveruleg afrísk hljóðfæri meðal þrælannaáKúbu. Þvíurðuþeiraðbúa tilhljóðfæriúrþví semhendi varnæst. Slíkt var Afríkumönnum tamt frá fornu fari. Segja má, að hljóðfærasmíði Kúbverja og Suður-Ameríkana sé byggð á slíkri hugmyndafræði. Enda voru þrælarnir ófeimnir við að nota nýstárlega varahluti og hráefni til að gera við gömul hljóðfæri eða búa til ný. Ýmsar hristur, skröpur, trommur og fleira urðu fyrirrennarar þeirra kúbönsku hljóðfæra sem nú eru notuð. Guiro er skörðótt grasker eða annar náskyldur ávöxtur með harðri skel. Á það er leikið með hörðum pinna sem strokið er yfir rákirnar eða slegið á flötinn þar sem hann er sléttur. Guiro er talið upprunnið í Kongó þó að sumir sagnfræðingar hafi lýst sambærilegum hljóðfærum meðal indíána. Timbales og timbalitos eru afkomendur evrópsku pákunnar. Leikið er á þessi hljóðfæri með kjuðum en ekki sleglum með filthúðum á endanum eins og pákuleikarar nota. Ýmsir aukahlutir fylgja timbales. Þar má nefna kúabjöllur, málmgjöll og trékubba. Timbales eru m.a. notuð í charangas-sveitum sem léku danzon-tónlist og cha cha cha.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=