Dægurspor

83 Tónlist á Kúbu HAVANA Höfuðborgin Havana ( Habana ) varð fljótlega ein af meginhöfnum millilandaverslunar í Norður-Ameríku. Þannig bárust Kúbumönnum nýjustu hljóðfæri hvers tíma, spænsk, ítölsk, frönsk, þýsk og ensk. Saga sumra þeirra er löng og spannar mörg menningarsvæði. Nefna má gítar og lútu sem márar (múslimar frá Norður-Afríku) kynntu upphaflega fyrir Spánverjum. Spánverjar tóku þessi hljóðfæri síðan með sér til Kúbu og fleiri landa Rómönsku Ameríku. Spænski herinn sá eyjarskeggjum fyrir málmblásturshljóðfærum og evrópskum trommum. Fyrsta orgelið var sett upp í dómkirkjunni í Santiago árið 1544. Um 1845 voru afrískir þrælar nærri helmingur af íbúum Kúbu. Þræl- arnir komu frá Vestur-Afríku, Nígeríu, Gana, Tógó, Kamerún, Benín og Kongó. Hvert þessara þjóðarbrota þróaði með sér sína eigin tónlist, rytma og helgisiði. Trommusláttur og tónlist settu svip á daglegt líf þrælanna. Ásamt afrískum dansi voru þau kjarninn í trúariðkun þeirra. Þeir voru skírðir til kristinnar trúar en héldu áfram að iðka forn trúarbrögð sín leynt og ljóst. Trú Yoruba-fólksins, sem bjó þar sem nú er Nígería, gerir ráð fyrir margbrotnum virðingarstiga guða og gyðja. Skapari heimsins drottnar ofar öllu. Um 400 smáguðir og andar sitja í neðri þrepum virðingarstigans. Þetta fyrirkomulag felldu þrælarnir að kaþólskum dýrlingasið. Afrískar gyðjur, svonefndar orishas, voru dýrkaðar á fjölmennum samkomum. Við undirleik conga- eða batá-tromma var nokkrar gyðjur ákallaðar, hver og ein með ákveðnum tóni siðameistarans, víxlsöng eða svari fjöldans og ýmsum hrynmunstrum í trommum. Um miðja 20. öldina voru batá-trommur og hristur frá slíkum samkomum farnar að hljóma í danshljóm- sveitum eyjarskeggja. Sagt er að tilfinningahiti og ákefð kúbanskrar tónlistar eigi að einhverju leyti upptök sín í þessum helgisiðum. Sexteto Occidente, New York 1926. María Teresa Vera söngkona og lagasmiður leikur þarna á gítar. Lútan hefur tekið breytingum og lifað af langa vegferð um ólíka menningarheima. Hún barst fyrst til Evrópu með márum á 8. öld. Náði þar síðar mikilli útbreiðslu. Spánverjar fluttu lútuna til Kúbu þar sem hún lifir enn góðu lífi í þarlendri tónlist, þó hún sé löngu horfin af evrópskum heimilum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=