Dægurspor

Dægurspor 82 TÓNLIST Á KÚBU Eyjan Kúba í Karíbahafi er án nokkurs efa helsta uppspretta suður-amerískar tónlistar (latin). Frá Kúbu koma m.a. habanera, rumba, mambó, danzón og chachachá ( cha cha cha ). Kúba er stærsta eyjan í Karíbahafi, örlitlu stærri en Ísland. Höfuðborgin Havana varð snemma viðkomustaður skipa á leið til og frá nýlendum Spánverja í Suður-Ameríku. Kúba var lengi spænsk nýlenda og afrískir þrælar voru fluttir til eyjarinnar um leið og sykurrækt hófst þar. Landtaka Spánverja og nauðungarflutningar afrískra þræla kyntu undir mikla samsuðu ólíkra menningarheima. Afrískir helgisiðir og trommusláttur runnu saman við spænska og evrópska tónlist. Hins vegar heyrast varla nokkur áhrif frá frumbyggjum eyjunnar, indíánum, ef frá eru skilin hljóðin í maracas eða hristum sem talið er að ættaðar séu frá þeim. Aðskilnaður kynþáttanna, hvítra og svartra, varð aldrei eins afgerandi á Kúbu og í Bandaríkjunum. Spænskir innflytjendur voru oft einhleypir karlmenn semurðu vegna skorts á spænskumkonumað leita sér kvonfangs af öðrum kynþætti og þjóðerni. Landnemar Norður-Ameríku voru hins vegar flestir fjölskyldumenn og blönduðust ekki fólki af öðrum uppruna. Þá sýndu Spánverjar þrælum sínum að mörgu leyti meira umburðarlyndi en aðrir í þeirra stöðu. Ekki bönnuðu Spánverjar þrælunum að leika á afrískar trommur sínar, líkt og Bretar gerðu í Norður-Ameríku. Vegna þessarar afstöðu Spánverja þróaðist á Kúbu afar hrífandi ásláttur margra ólíkra hljóðfæra. Hristur og claves, eitt helsta einkenni kúbanskrar tónlistar. Rómanska Ameríka, þ.e. Suð- ur- og Mið-Ameríka nefnist á ensku Latin America . Tónlist, sem á enskri tungu er kölluð latin , er þar af leiðandi suður- eða miðamerísk tónlist. Suður-amer- ískir dansar ( international latin ) í alþjóðlegum danskeppnum eru samba, cha cha cha, rumba, paso doble og jive . Orðið salsa er e.k. regnhlífarhugtak yfir tónlist frá Rómönsku Ameríku. Salsa („sósa“) getur því átt við margt. Tónlistin sem dönsuð er við suður-ameríska dansa hefur lengi verið hluti dægurtónlistar Vesturlanda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=