Dægurspor

Dægurspor 80 HALLBJÖRG BJARNADÓTTIR Frá fimm ára aldri ólst Hallbjörg Bjarnadóttir (1917–1997) upp á Akranesi. Hún flutti ung til Danmerkur og bjó víða eftir það. Hún var fyrsta íslenska konan til að syngja djasslög opinberlega. Ferill hennar hófst í Danmörku en skömmu fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldar (1939–1945) fékk hún hugboð um að flytja til Íslands. „Er du rigtig klog?“ spurði Kaupmannahafnarstúlka sem hún þekkti vel. Þegar heim var komið, fór hún strax að syngja með erlendum hljóðfæraleikurum á Hótel Borg. Fljótlega fór hún að halda söngskemmtanir, m.a. í Gamla Bíói og naut strax vinsælda. Söngur hennar vakti mikla athygli. Það gerði klæðaburðurinn einnig. Þóttu margri stúlkunni kjólar hennar afar glæsilegir. Þegar hún kom fram á Akureyri höfðu áhorfendur hvorki heyrt djasslög né söngvara syngja í hljóðnema. Þá þótti sviðsframkoma hennar býsna lífleg. Hún dillaði sér á sviðinu og alls staðar sem hún kom fram. Sumum var þá nóg boðið. Hallbjörg lýsir söngskemmtun í Gamla Bíói á stríðsárunum á svohljóðandi hátt: Það er fjarri lagi að ég hafi verið klúr. Hins vegar tíðkaðist það alls ekki að söngvarar hreyfðu sig uppi á sviði í þá daga; það var eins og allir væru í gifsi þegar þeir komu fram. Fólki hefur kannski brugðið þegar það sá söngvara semhreyfði sig í takt við tónlistina. Hljóðfæra- leikararnir, sem léku undir hjá mér, voru börn síns tíma að þessu leyti. Þeir voru afskaplega feimnir og sumir þeirra fölnuðu og blán- uðu ef ég dillaði mér dálítið. Stefán Jökulsson: HALLBJÖRG – eftir sínu hjartans lagi – bls. 125. 1989.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=