Dægurspor
Dægurspor 78 JÓNAS OG JÓN MÚLI ÁRNASYNIR Bræðurnir Jónas og Jón Múli Árnasynir fæddust á Vopnafirði. Þeir urðu þjóðþekktir, m.a. fyrir söngleiki sína Deleríum búbónis, Járnhausinn, Rjúkandi ráðogAllrameina bót. JónMúli samdi lögin í þessumsöngleikjum og nefndi þau söngdansa. Þar má nefna lögin Einu sinni á ágústkvöldi, Augun þín blá, Fröken Reykjavík og Vikivaka. Jónas samdi textana. Jónas Árnason (1923–1998) var rithöfundur og leikritaskáld. Leikrit hans Þið munið hann Jörund naut mikilla vinsælda og urðu söngtextarnir úr því verki landsfrægir. Ljóð hans við ensk, írsk og skosk þjóðlög þykja afar vel ort og fara vel í munni. Jónas fékkst við margt um dagana. Hann var kennari við Héraðsskólann í Reykholti, þingmaður, blaðamaður, sjómaður og áhugaleikari, auk þess að vera skáld og rithöfundur. Jón Múli Árnason (1921–2002) var þjóðþekktur fyrir störf sín sem útvarpsmaður. Hann hafði m.a. umsjón með djassþætti Ríkisútvarpsins allt frá árinu 1945 og var óþreytandi talsmaður þess konar tónlistar. Hann var einnig þulur á þeim árum þegar Íslendingar ráku bara eina útvarpsrás og sjónvarpssendingar voru enn ekki hafnar. Þá voru aðrir tímar en nú. Þetta var gullöld útvarpsins. Segja má að íslenska þjóðin hafi sameinast við dagskrána til að hlýða á það sem fram fór. Daginn eftir voru allir viðræðuhæfir um það sem boðið hafði verið upp á. Nú á dögum gerist slíkt helst á gamlárskvöld þegar flestir horfa á áramótaskaup sjónvarpsins. 45 snúninga hljómplata með lögunum úr Deleríum Búbónis. Meðal laganna má nefna Einu sinni á ágústkvöldi, Vikivaka og Snjór og vítamín. Jón Múli var frumkvöðull í rabbi við hlustendur í morgunútvarpi. Hann kom mönnum mjúklega fram úr rúmi með sinni hljómþýðu og djúpu rödd. Rabb hans var svo eðlilegt og afslappað að það hljómaði eins og allt væri mælt fyrirhafnarlaust af munni fram. En Jón Múli bar þá virðingu fyrir hlustendum að hann var alltaf vel undir útsendinguna búinn. Hann lét rabb sitt hins vegar hljóma eins og hann hefði ekkert fyrir því. Hann var íslenskumaður góður og vandaði einnig framsögn sína í hvívetna og var óspar á góð ráð handa byrjendum í útvarpi. „Það heyrist smellur þegar þú byrjar að tala. Opnaðu munninn áður en opnað er fyrir hljóðnemann,“ sagði hann eitt sinn við nýjan starfsmann. Vinnubrögð hans mættu vera öðrum til fyrirmyndar. Jónas og Jón Múli við skriftir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=