Dægurspor
77 SIGFÚS HALLDÓRSSON Sigfús Halldórsson (1920–1996) fæddist í Reykjavík og var yngstur í hópi margra systkina. Hann bjó lengi í Kópavogi og var kjörinn heiðursborgari bæjarins árið 1994. Hann var þjóðþekktur fyrir sönglög sín og dægurlög. En hann fékkst einnig við stærri form tónsmíða. Þar má nefna verkið Stjáni blái við ljóð eftir Örn Arnarson. Lagið Við eigum samleið kom út á prenti þegar hann var aðeins sautján ára gamall. Segja má að hann og íslenska þjóðin hafi átt samleið eftir það, svo mikið hafa lög hans verið sungin. Þekktast þeirra er líklega Litla flugan sem var fyrst leikin í útvarpi árið 1951 og var á allra vörum um leið enda afar grípandi lag. Meðal annarra laga hans má nefna Lítill fugl, Dagný, Í grænum mó og Tondeleyó. Sigfús nammálaralist og leiktjaldamálun í London og lauk prófi þaðan 1945. Hann starfaði m.a. sem myndmenntarkennari og bankamaður. Hann hélt málverkasýningar og kom oft fram í útvarpi og sjónvarpi. Þar söng hann lög sín og lék undir á píanó. Myndirnar eru af nótnaheftum og plötuumslögum með lögum Sigfúsar Halldórssonar. Eftirstríðsárin á Íslandi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=