Dægurspor

75 Á fjórða áratugnum (kreppuárunum) lá byggðin í Reykjavík að mestu leyti vestan Snorrabrautar sem þá hét reyndar Hringbraut. Þar fyrir austan, t.d. í Laugarnesinu, var alls konar jaðarbyggð, húskumbaldar og smáhýsi sem oft voru reist af vanefnum. Á kreppurárunum fjölgaði íbúum Reykjavíkur um nær 10 þúsund en húsbyggingar drógust saman. Tæp 7% bæjarbúa voru húsnæðislaus. Oft bjuggu um tíu manns í tveggja til þriggja herbergja íbúð. Það voru t.d. hjón með nokkur börn, afinn eða amman auk skyldmenna utan af landi. Breskur her steig á land í Reykjavík 10. maí 1940, mánuði eftir að ÞjóðverjarhöfðuráðistinníDanmörkuogNoreg.Ífyrstusváfuhermennirnir í tjöldum. Síðan voru reistir yfir þá braggar þar sem tjöldin stóðu áður. Áður en varði voru komnir braggar út um allan bæ, inni í íbúðarhverfum og á auðum svæðum rétt utan við byggðina. Breski herinn hélt af landi brott fyrir árslok 1942. Þá komu bandarískir hermenn til landsins. Þeim leist ekki betur en svo á híbýli Bretanna að þeir reistu sína eigin bragga. Húsnæðislausir Íslendingar settust fljótlega að í bresku bröggunum. Lýðveldisárið 1944 bjuggu yfir 900manns í bröggum í Reykjavík. Á sjötta áratugnumvoru íbúar bragganna rúmlega 2.300 talsins. Það voru tæp 7% bæjarbúa. Braggahverfin voru oft umlukt „venjulegum“ íbúðarhúsum og oft var litið niður á braggabúana. Farið var að leggja hitaveitu í hús í höfuðborginni um 1930. Hitaveitan útrýmdi hægt og bítandi kola- og olíukyndingu. En slíku var ekki til að dreifa í braggahverfunum. Þar voru híbýli manna áfram kynt með olíu. Árið 1965 voru enn 60 braggar eftir í Reykjavík. Gamalt nótnapúlt frá Hótel Borg. Eftirstríðsárin á Íslandi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=