Dægurspor

Dægurspor 74 EFTIRSTRÍÐSÁRIN Á ÍSLANDI Borgarlíf hafði áhrif á daglegar venjur og hugsunarhátt fólks. Hægt var að hverfa í fjöldann. Tómstundaiðnaður og neysluhyggja komu fram. Iðnvæðingunni fylgdi fjöldaframleiðsla sem stuðlaði að lægra vöruverði. Samþjöppun fólks í borgum skapaði grundvöll fyrir samkomustaði eins og leikhús, dansstaði, tónleikasali og íþróttavelli. Ný tækni bauð ekki einungis upp á afþreyingu eins og kvikmyndahús, heldur einnig bættar samgöngur. Neðstir í þjóðfélagsstiga borganna voru verkamenn. Þeir bjuggu iðulega í sóðalegum hverfum og við ömurlegar aðstæður. Oft var um að ræða almúgafólk utan af landi sem bjó í kjöllurum og bakhúsum og freistaði gæfunnar sem verkamenn, þjónustufólk eða betlarar. Ýmiss konar tónlist þróaðist samhliða í borgunum, fagurtónlist hinnar borgaralegu elítu, tónlist þjóðlegrar bæjarmenningar og það sem eftir lifði af alþýðumenningu sveitanna og tónlist hennar. Braggahverfi í Reykjavík. Lagið Braggablús fjallar um konu sem bjó í bragga og þurfti að kynda hann með olíu. En olían var dýr og erfitt að skrapa saman peningum þegar lítið var um atvinnu. En konan gat yljað sér við minningarnar. Einu sinni hafði hún verið ung og falleg og eftirlæti erlendra hermanna sem báru hana á höndum sér. Þar kemur Hótel Borg sem oftar við sögu. Hótelið var reist af Jóhannesi Jósefssyni glímukappa og tekið í notkun 1930.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=