Dægurspor

73 Síðari heimstyrkjöldin 1939 -1945 GULLÖLD ÚTVARPSINS Þegar hér var komið sögu var sjónvarp enn ekki komið til sögunnar og vegur útvarpsins því mikill. Talað hefur verið um gullöld útvarpsins í því samhengi. Ýmsirminnihlutahópar ogþjóðarbrot íAmeríku ráku sínar eigin stöðvar. Oft náðu útsendingar þeirra ekki lengra en örfáar mílur í kringum útvarpssendinn. En dagskráin var þessum þjóðarbrotum kærkomin. Svo voru stórar stöðvar sem sendu út á landsvísu. Útvarpið hafði góð áhrif á fjölskyldulífið. Iðulega söfnuðust afar og ömmur, foreldrar og börn fyrir framan viðtækin og hlustuðu saman á vinsæla skemmtiþætti. Eftir að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni var útvarpið óspart notað til að koma boðskap stjórnvalda á framfæri. Þar kom dægurtónlistin mikið við sögu. Og nú var röðin komin að dægurlagastjörnum, íþróttaköppum og teiknimyndapersónum að leggja hönd á plóg. Frægir flytjendur hljóðrituðu lög og texta sem efldu baráttuanda þjóðarinnar á stríðstímum. Fáir veittu í fyrstu athygli þeirri undiröldu breytinga sem fór um heim dægurtónlistar um 1940. Óvænt frægð söngvarans Frank Sinatra boðaði nýja tíma. Áður en langt um leið fóru söngvarar, söngkonur og söngflokkar að troða upp með stórsveitum sveiflunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=