Dægurspor

Dægurspor 72 SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLDIN 1939–1945 Seinni heimsstyrjöldin stóð frá 1939 til 1945. Enska söngkonan Vera Lynn gerði lagið The White Cliffs of Dover frægt árið 1942. Þá var styrjöldin í algleymi. Þjóðverjar höfðu lagt undir sig stóran hluta Evrópu. En í texta lagsins er horft fram á veginn til stríðsloka þegar friður svífur yfir hvítu klettunum við Dover. Áður hafði Vera sungið lagið We’ll Meet Again sem höfðaði mjög til hermanna á vígvellinum. Það sama gerði lagið Lili Marleen sem Marlene Dietrich og fleiri sungu inn á hljómplötu. Líkt og í fyrri heimsstyrjöldinni fóru konur út á vinnumarkaðinn og héldu hjólum atvinnulífsins gangandi. GLENN MILLER OG STRÍÐSÁRIN Hljómsveit GlennMiller sló í gegn árið 1940með laginu In theMood. Lagið er alþekkt og riffið í því auðþekkjanlegt. Glenn Miller var básúnuleikari, hljómsveitarstjóri, útsetjari og snjall peningamaður. Hljómsveit hans var mjög vinsæl, skipuð hvítum hljóðfæraleikurum sem markaðssettir voru sem heiðvirðir sómamenn. Tónlistin var einfaldari og dempaðri heldur en hjá svörtum starfsbræðrum þeirra. Minna var um sóló og spunakafla. Miller færði sér í nyt vaxandi vinsældir djassins þegar hörmungum kreppunnar lauk og landið fór að rísa að nýju. Hann var kvaddur í herinn árið 1942. Flugvél hans hvarf á leið yfir Ermasund árið 1944. Hann var á leið frá Englandi til Frakklands þar semhann átti að skemmta hermönnum ásamt hljómsveit sinni yfir jólin. ™ ™ ™ ™ 44 / > > > > 5X > œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ ˙ ‰ œ j œ œ œ œ œ œ œ j œ œ j Ó Riffið úr laginu In the Mood :

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=