Dægurspor

71 verið líkt við svanahálsa sökum lögunar sinnar. Við málmgrindina voru festar kínverskar tom tom-trommur með skinni sem ekki var hægt að stilla. Þess utan var snerill og tengibúnaður sem alls kyns smáhlutir voru festir við. Þar má nefna fuglaflautur, kúabjöllur og fleira sem gaf frá sér skemmtileg leikhljóð. Þetta hentaði vel trommuleikurum sem spiluðu í leikhúsum og kvikmyndahúsum á dögum þöglu myndanna. Poul Bernburg yngri lék líklega fyrstur Íslendinga á slíkt trommusett. Það þótti mikið undratæki og var jafnan kallað jazzinn . GENE KRUPA OG TROMMUSETTIÐ Gene Krupa losaði sig við fuglaflautur og annað dót sem ættað var úr leikhúsinu.Eftirstóðuþærtrommurogásláttarhljóðfærisemmyndanútíma trommusett. Hann lét fyrirtækið Slingerland búa til tom-tom-trommur sem hægt var að stilla. Þær höfðu skinn bæði ofan og neðan á trommunum. Double-headed er það kallað á ensku. Gene Krupa er upphafsmaður trommusólósins sem tryllir fólkið í salnum. Talað var um jungle-rhythm þegar nafn hans bar á góma. Honum brá oft fyrir á hvíta tjaldinu enda talmyndir komnar til sögunnar og þóttu mikið undur. Frægðarsól Krupa reis hátt og nafn hans var á allra vörum. Það er býsna óvenjulegt þegar um trommuleikara er að ræða. Slíkt gerðist ekki aftur fyrr en Ringo Starr kom til sögunnar á sjöunda áratugnum. Gene Krupa við trommur sínar. Berið þær saman við gömlu trommusettin. Heimskreppa fjórða áratugarins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=