Dægurspor

Dægurspor 70 Cab Calloway Þrátt fyrir kynþáttahatur og aðskilnað hvítra og svartra tókst Cab Calloway , hörundsdökkum skemmtikrafti, að höfða til alls þorra almennings í Bandaríkjunum. Hann stjórnaði danshljómsveit, tók upp plötur og kom fram í úvarpi og kvikmyndum. Árið 1931 sló hann í gegn með laginu Minnie the Moocher. Hann þótti líflegur og kröftugur á sviði og virtist fátt geta haldið aftur af honum. Árið 1980 var kvikmyndin Blues Brothers frumsýnd. Þar leikur Cab Calloway , kominn á áttræðisaldur, stórt hlutverk og flytur einnig lagið Minnie the Moocher. Miklar vinsældir hans og persónutöfrar opnuðu dyr fyrir aðra þeldökka skemmtikrafta. FYRSTU TROMMUSETTIN Bassatrommur fyrstu trommusettanna voru jafnstórar þeim sem notaðar eru í lúðrasveitum, þ.e. 28 tommur að breidd. Brátt varð til málmgrind utan um bassatrommuna og studdi hún jafnframt við bogadregna standa. Í þeim héngu svo málmgjöllin eða symbalarnir. Þessum stöndum hefur Poul Bernburg yngri leikur á jazzinn. En svo nefndu Íslendingar trommusett hans. Aðrir á myndinni eru Gísli Einarsson, Þorvaldur Steingrímsson og píanóleikarinn Jónatan Ólafsson. Jónatan var bróðir söngvaranna Sigurðar og Erlings Ólafssona. Cab Calloway.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=