Dægurspor

Dægurspor 6 Þá þótti mjög æskilegt að þær lærðu á hljóðfæri. Hljóðfæraleikur stytti mönnum stundir í stássstofunni heima við og honum fylgdi upphefð í samkvæmislífinu. Góður tónlistarflutningur vakti athygli og aðdáun viðstaddra. Borgarastéttin hafði öðlast menntun, fjárráð og frítíma til að njóta góðrar tónlistar, eignast hljóðfæri og læra að spila. Framfarir í tækni og framleiðslu skiluðu betri hljóðfærum á markað. Einnig ódýrum nótum, allt niður í einblöðunga með einu vinsælu lagi. Menningarlíf borgaranna Ólíkt aðlinum var borgarastéttin ekki fædd inn í háa þjóðfélagsstöðu. Menn unnu sig upp með þolinmæði og sjálfstjórn. Þeir unnu litla áfangasigra og hugsuðu langt fram í tímann. Fáguð framkoma þótti bera hárri þjóðfélagsstöðu manna vitni. Kurteisi þótti afar mikilvæg. Auk þessa áttu menn að kunna skil á fögrum listum. Hin dannaða borgarastétt vildi líkja eftir lifnaðarháttum aðalsins. Hún sótti tónleika, leikhús og myndlistarsýningar. Hún hélt veglegar veislur þar sem unga fólkið á heimilinu eða einhver annar sýndi listir sínar við hljóðfærið. Píanó þótti ómissandi á heimilum efnaðra borgara. Önnur hljóðfæri á heimilum voru einkum harpa, fiðla, selló, harmóníum og tréblásturshljóðfæri. Á bandarískum heimilum voru consertína og banjó einnig algeng. Lifandi tónlist Góð lifandi tónlist á veitingahúsumdró að sér gesti og gangandi. Borgirnar París og Vín urðu frægar fyrir hrífandi og glæsilega afþreyingartónlist. Jacques Offenbach (1819–1880) gladdi Parísarbúa með Can Can- lagi sínu (samið 1858). En enginn tónlistarmaður var eins umsvifamikill og Jóhann Strauss eldri (1804–1849). Árið 1848 hafði hann meira en 200 hljóðfæraleikara í vinnu á mörgum veitingahúsum í Vín. Sjálfur þeysti hann á milli þeirra, greip í fiðluna og stjórnaði tónlistinni um stund. Svo var hann rokinn á næsta stað. Þar af leiðandi gátu margir veitingahúsaeigendur auglýst samtímis, að hljómsveit hússins léki undir persónulegri handleiðslu sjálfs Jóhanns Strauss. Sonur hans, Jóhann Strauss yngri hefur verið kallaður valsakóngurinn. Kápusíður af gömlum nótnabókum ætluðum menntuðum borgurum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=