Dægurspor

Dægurspor 68 Nýjar uppfinningar og tækni leiddu af sér nýjan söngstíl. Crooner nefndist sá sem raulaði mjúklega í rafmagnaðan hljóðnema (míkrafón). Kona að nafni Vaughn De Leath (1900–1943) sló í gegn á þessu sviði. Hún hlaut m.a. viðurnefnin The First Lady of the Radio, The Original Radio Girl og The Sweetheart of the Radio. Hún áttaði sig strax á því, að ekki þýðir að syngja inn í hljóðnema af fullum krafti. Slíkt leiðir einungis til bjögunar og vandræða. Þess í stað raulaði hún nánast áreynslulaust í hljóðnemann. Einungis var leikið undir á ukulele. Eitt frægasta lag hennar er Are You Lonesome Tonight? sem Elvis Presley söng síðar inn á hljómplötu. Bing Crosby naut óhemjumikilla vinsælda. Hann hafði hlýja baryton-rödd þegar flestir frægir söngvarar voru tenórar. BOÐIÐ UPP Í DANS Vinsældir djassins náðu hæstum hæðum eftir kreppuna. Þúsundir Bandaríkjamanna hlustuðu á útvarpsþáttinn Let’s dance og beinar útsendingar með leik þekktra stórsveita. Það var einkum Benny Goodman sem náði eyrum almennings. Frá 1935 til 1946 dansaði ungt fólk eftir tónlist stórsveita djassins (big bands). Þessar stórsveitir réðu lögum og lofum á vinsældarlistum vestanhafs. Vaughn De Leath. Dægurlög voru gefin út á hljómplötum og á prentuðum nótum. Undir lok fyrri heimsstyrjaldar dró úr sölu nótna. Lag sem sló í gegn gat þó selst í 500 þúsund eintökum. Sala á nótum dróst saman í kreppunni og hljómplötusala einnig. Þess utan átti hljómplatan í harðri samkeppni við útvarp og talmyndir. Jukebox, sem Íslendingar nefndu glymskratta, hafði náð fótfestu árið 1935. Sums staðar leystu slík tæki hljóðfæraflokk af hólmi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=