Dægurspor

67 HEIMSKREPPA FJÓRÐA ÁRATUGARINS Bandaríski verðbréfamarkaðurinn í Wall Street hrundi haustið 1929. Sá atburður markar upphaf mikillar heimskreppu sem teygði anga sína um allan heim. Kreppunni fylgdi gríðarlegt atvinnuleysi og gjaldþrot banka og fyrirtækja. Fjöldimanns sem tekið hafði þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins á framfaraskeiði þriðja áratugarins varð nú að betla fyrir mat. Óánægja almennings gróf undan lýðræði og flýtti fyrir valdatöku fasista og þeirra sem vildu stjórna ríkjum Evrópu með valdboði. Franklin D. Roosevelt vann yfirburðarsigur í bandarísku forsetakosningunum haustið 1932 og tók við embætti um áramótin. Hann lofaði margháttuðum aðgerðum til að koma hjólum efnahagslífsins af stað aftur. Þær aðgerðir nefndust The New Deal. ÚTVARP OG VINSÆLDARTÓNLIST Útvarpsstöðvum fjölgaði á fjórða áratugnum þó að kreppan hafi um tíma dregið úr þeirri þróun. Árið 1935 var til útvarpstæki á 67% heimila. Bandarískar stöðvar útvörpuðu vinsældartónlist. Vinsældarlistinn Your Hit Parade var fyrst sendur út árið 1935. Topp tíu, þ.e. vinsældarlisti tímaritsins Billboard, leit fyrst dagsins ljós árið 1940. Ekkert lát var á framleiðslu nýrrar vinsældartónlistar. Uppsprettur hennar voru einkum fjórar: Söngleikir eða musicals í uppfærslum leikhúsanna; talmyndir en þar var einnig um söngleiki að ræða; lög stórsveitanna og Tin Pan Alley, þ.e. götupartur í New York, þar sem lagasmiðir og textahöfundar stunduðu iðju sína. Bing Crosby. Heimskreppa fjórða áratugarins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=