Dægurspor

Dægurspor 66 AÐRIR SÖNGFLOKKAR Fyrirmynd M.A. kvartettsins var söngflokkurinn Comedian Harmonists frá Þýskalandi. Hann var stofnaður árið 1928 og var skipaður fimm söngvurum og einum píanóleikara. Fleiri karlakvartettar og söngflokkar litu dagsins ljós á Íslandi um líkt leyti og M.A.kvartettinn gerði garðinn frægan. Sumt af því má kalla léttmeti en naut engu að síður mikilla vinsælda á sínum tíma. Blástakkatríóið söng t.d. vísurnar um Pálínu. Öskubuskur voru stofnaðar af fimm skólastúlkum úr Gagnfræðaskóla í Reykjavík árið 1945. Þær sungu m.a. Vor við sæinn eftir Oddgeir Kristjánsson. Ein þeirra stúlknanna, Sigrún Jónsdóttir, varð í kjölfarið þekkt dægurlagasöngkona. Í Bandaríkjunum nutu Andrew Sisters mikilla vinsælda sem og Mills Brothers. Nótnablað með laginu Pálína. Lagið varð þekkt í „breska tímanum“ í útvarpinu, þ.e. klukkustundarlöngum þætti sem ætlaður var breska hernámsliðinu á stríðsárunum. Einnig náði það vinsældum á Hótel Borg í flutningi hljómsveitar Jack Quinet. Leikbræður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=