Dægurspor
65 HARMÓNÍKA Einföld harmóníka. Tvöföld harmóníka. Undir lok 19. aldar voru harmóníkur orðnar nokkuð algengar hér á landi. Bárust þær hingað með norskum sjómönnum. Til að byrja með var um svokallaðar einfaldar harmóníkur að ræða. Síðar komu þær tvöfaldar og þótti þá mörgum gaman. Upp til allra sveita dansaði fólk á baðstofuloftum, í stofum eða á sléttum bletti í túnfæti þegar vel viðraði. Í upphafi 20. aldar bárust marsúrski, vínarkrus, ræll, polka, skottís og týrólavals til landsins. Marseringar urðu vinsældar til að drífa alla með í dansinn. Þetta er það sem almennt er kallað gömlu dansarnir. Fljótlega risu samkomuhús í sveitum landsins. Margir þrömmuðu langa leið til að komast á dansleiki, dönsuðu alla nóttina og fóru beint í fjósið þegar heim var komið. „Hann Hofs-Láki, æringi austan af landi, þar úti í túnfæti dragspilið þandi.” Tvöfalda harmóníkan hefur helmingi fleiri tóna en sú einfalda, því hver nóta skiptir um tón eftir því hvort harmóníkubelgurinn er dreginn sundur eða saman. Aftur til Evrópu – söngflokkar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=