Dægurspor
63 Aftur til Evrópu – söngflokkar AFTUR TIL EVRÓPU – SÖNGFLOKKAR Eina hljóðfærið sem maðurinn hefur ekki fundið upp er barkinn í hálsinum á okkur, fjölbreytilegri og blæbrigðaríkari en nokkur saxófónn, trompet eða píanó. Gallinn er bara sá að hann getur einungis framkallað einn tón í einu. Þess vegna þarf a.m.k. tvo til að syngja raddað og þrjá til fjóra til að syngja hljóm. Raddaður söngur góðra söngflokka hefur ætíð hrifið fólk. M.A. KVARTETTINN Hver kynslóðá sitt tungutak, sinn stíl, sinn tón. Og listamennþeirrar kynslóðar, þeir sem næmastir eru og hafa þynnst eyrun, finna ósjálfrátt þennan tón og túlka á sinn hátt, gefa honum form og mynd. Þannig að samtímamenn heyra sungið fullum hálsi það sem hvíslað er í brjósti þeirra. Þeir, sem eftir koma, eiga stundum dálítið erfitt með að skilja hvað það var sem gerði listamenn eldri kynslóðarinnar að átrúnaðargoðum, en stundum eru þó til óræk vitni. Það dylst t.d. engum, að M.A. kvartettinn átti ekki eingöngu vinsældum sínum að þakka blæfögrum söng og nærfærinni meðferð á lögum og textum, heldur áttu þeir í ríkum mæli þá náðargáfu listamannsins, að túlka þær kenndir sem bjuggu í brjósti þjóðarinnar þá stundina og búa kannski enn þó með öðrum hætti sé. Þeir túlka glaðværðina á laugardagskvöldi á Gili, en þó miklu fremur angurværðina, dapurleikann, tregann og söknuðinn sem var einkenni þessara tíma. Það eru kvöldljóð og næturljóð og vögguvísur sem þeir syngja, þó svo að þeir eigi það til að bregða sér upp til fjalla. Það voru fjórir ungir menn í Menntaskólanum á Akureyri sem mynduðu kvartettinn fræga, sem náð hefur mestum vinsældum allra á Íslandi. Það var skólaárið 1932 til 1933. Jökull Jakobsson í útvarpsþætti.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=