Dægurspor
Dægurspor 62 Vikublaðið Fálkinn lýsir næturlífinu í Hamborg um þessar mundir á gamansaman hátt: Líður á kvöldið … Framhliðar veitingahúsanna breytast í eldhaf, sem glitrar með öllum litum regnbogans … Á breiðu gangstéttunum … ganga þúsundir manna fram og aftur … Hljómsveitir dansstaðanna fara að leika. En ekkert heyrist út um glugga nema þýsk músik. Andi Hitlers svífur líka yfir skemtilífinu. Amerískur jass, enskur foxtrott og franskur vals – bannað. Við verðum að dansa alt milli himins og jarðar eftir gömlu hergöngulögunum frá keisaratímanum. Jafnvel tango eftir laginu „Alte Kameraten“. Kvennahljómsveitirnar eru líka merktar nýja tímanum. Fyrir nokkrum mánuðum sátu stúlkur með drengjakoll og flöt brjóst við hljóðfærin. En nú eru þær gildari og hárið er farið að vaxa. Nú orðið er það alls ekki sjaldgæft að sjá digrar maddömur blása á hljóðfæri – líkar valkyrjum Wagners. Fálkinn, 6. árgangur 1933, 35. tölublað bls. 4 Fjöldi tónlistarmanna flúði land. Einkum þeir sem voru af gyðingaættum. Sumir héldu til Íslands og lögðu þar drjúga hönd á plóg við að koma upp tónlistarlífi og tónlistarskólum. Aðrir fóru t.d til Argentínu og ljáðu tangótónlist krafta sína. Enn aðrir héldu til Ameríku og gerðu garðinn frægan þar. Þannig mætti áfram telja. Ótaldir eru þeir sem misstu lífið í útrýmingarbúðum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=