Dægurspor
Dægurspor 60 KAUPSTAÐUR INNI Í LANDI, KANSAS CITY Þó að New Orleans sé oft nefnd til sögunnar sem fæðingarstaður djassins, þykir líklegt að svipaðir hlutir hafi átt sér stað annars staðar. En í minna mæli þó. Borgin Kansas var einskonar höfuðstaður dreifbýlis langt inni í landi og helsti kaupstaður þeirra sem þar bjuggu. Tíu til fimmtán prósent íbúanna voru af afrískumættum. Sagt hefur verið að djassinn semupphófst þar hafi verið einhvers konar sambræðsla blústónlistar og ragtime. Ótal danshljómsveitir voru starfræktar og gestir skemmtistaðanna höfðu dálæti á góðum blúslögum. Djassinn þótti afslappaður en hafði engu að síður yfir sér einhvern drifkraft. Eitt helsta einkenni hans er hið svokallaða riff, stutt taktfast stef sem endurtekið í sífellu, ekki síst í einleiksköflum (sólóum). WEIMAR-LÝÐVELDIÐ - SLAGARAR – SCHLAGER Tímabilið eftir fyrri heimsstyrjöld er í þýskri sögu kennt við Weimar- lýðveldið. Berlín varð þá mikil miðstöð lista og hámenningar. Dægur- menningin blómstraði einnig. Engu var líkara en Þjóðverjar væru að hrista af sér drunga stríðsáranna. Foxtrott var dansaður af áfergju og ótal danshljómsveitir skutu upp kollinum. Hvort sem leiðin lá á dansstaði, veitingahús, hótel eða fín kaffihús, sá hljómsveit hússins gestum fyrir vel fluttri tónlist. Víða lögðu landflótta hljóðfæraleikarar frá löndum fallinna keisaradæma þýskum starfsbræðrum sínum lið. Þetta voru hámenntaðir hljóðfæraleikarar á sviði klassískrar tónlistar en lögðu engu að síður eyrun við því nýjasta í heimi dægurtónlistar, svo sem foxtrot og djassi. Mary Lou Wiliams var einna merkust þeirra tónlistarmanna sem slógu í gegn í Kansas. Hún var fyrsta konan sem samdi og útsetti lög fyrir stórsveitir djassins. Tónsmíðar hennar komust á efnisskrá margra slíkra sveita. Þýska loftskipið Graf Zeppelin á flugi yfir Reykjavík.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=