Dægurspor

Glæstar vonir þriðja áratugsins 59 DIXIE LAND OG DIXIELAND Dixie land er samheiti yfir Suðurríkin. Í tónlist er orðið dixieland oft notað yfir djass í New Orleans-stíl. En stundum er það notað yfir flutning hvítra hljóðfæraleikara á þess konar tónlist. Þeir hvítu hljóðfæraleikarar voru oft ítalskir og þar með verst setta þjóðarbrot hvítra manna í New Orleans. Tvær sveitir Dixieland-manna urðu einkum þekktar um þetta leyti. Það voru New Orleans Rhythm Kings og Original Dixieland Jazz Band. Fyrir einhverja kaldhæðni örlaganna voru það hvítir tónlistarmenn sem fyrstar hljóðrituðu djass frá New Orleans. Þeir viðurkenndu fúslega að þeir stæðu svörtum starfsbræðrum sínum langt að baki á þessu sviði. Engu að síður fengu hvítir menn til að byrja með heiðurinn og tekjurnar af tónlistarstíl sem búinn hafði verið til af blökkumönnum og kreólum. En þeir ruddu brautina fyrir svarta starfsbræður sína. Þar má nefna King Oliver’s Band með Louis Armstrong innanborðs. HLJÓÐFÆRALEIKUR OG HRYNÆFING ™ ™ qaa z=[qp ]e 44 Bassatromma Symbali (Ride cymbal) d Hi-hat (pedal) œ ¿ ¿ J ¿ ¿ ¿ ¿ J ¿ ¿

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=