Dægurspor

5 Ný staða varð til innan hirðarinnar, dansmeistari. Hann var mjög háttsettur og ráðlagði konungi umrétta hegðun og góða siði. Hirðdansar gengumikið út á daður við hitt kynið, stolt, stærilæti og fágaða framkomu. Frakkland gegndi forystuhlutverki í dansheiminum þangað til valsinn kom til sögunnar. Franska hirðin var fyrirmynd annarra evrópskra konungshirða og einvaldurinn Loðvík 14. fyrirmynd annarra þjóðhöfðingja. Hann var sá sem lagði línuna varðandi útlit og framkomu. Iðnbyltingin Um miðja 19. öld hafði fjöldi jarðarbúa náð einum milljarði. Um fjórðungur bjó í Evrópu. Nýjar uppgötvanir og tækni höfðu litið dagsins ljós og leitt af sér ótal breytingar. Þar má nefna spunavélar, vefstóla, gufuskip og járnbrautir. Iðnvæðing nútímans var hafin og hafði hrundið af stað miklum þjóðfélagsbreytingum sem voru svo stórfenglegar að talað er um iðnbyltingu í þessu sambandi. Iðnbyltingin hafði hafist á Bretlandi á 18. öld og breiðst þaðan út um álfuna og til Ameríku. Evrópa þróaðist hratt úr bændasamfélögum í borgarsamfélög og náði miklu forskoti á aðra heimshluta. Evrópsk borgarastétt Margir urðu ríkir á nýjum framleiðslu- og viðskiptaháttum. Þar má nefna verksmiðjueigendur, athafnamenn og bankamenn. Þjóðfélagið varð flóknara en áður og þurfti á nýjum embættismönnum að halda, ekki síst lögfræðingum. Þessir þjóðfélagshópar mynduðu ásamt kaupmönnum, prestum, háskólaborgurum og hátt settum skrifstofumönnum svonefnda borgarastétt. Borgaralegt heimili myndaði ramma utan um kjarnafjölskyldu, þ.e. föður, móður, börn og þjónustufólk. Miðpunktur heimilisins var húsmóðirin. Hún vann ekki úti en hafði þjónustufólk til að sinna börnum og húsverkum. Hún gat þar af leiðandi gefið sig að öðru, t.d. tónlist og bókmenntum. Nótnaútgáfa stóð í miklum blóma. Margt var gefið út sérstaklega með fínar frúr og föngulegar heimasætur í huga. Börn ólust upp í vernduðu umhverfi undir sterkri stjórn hinna fullorðnu. Þau áttu að sýna stillingu og viljastyrk. Drengir voru aldir upp til að verða dugandimenn. Skólaganga þeirra skyldi verða löng og frami þeirra glæstur. Stúlkur skyldu temja sér fágaða framkomu og umhyggjusemi. Gamli heimurinn Loðvík 14. Frakkakonungur. Stássstofa á síðari hluta 19. aldar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=