Dægurspor

Dægurspor 58 DJASSINN Í CHICAGO Í fyrri heimsstyrjöldinni hafði tekið fyrir innflutning fólks frá Evrópu. Fljótlega fór því að bera á skorti á vinnuafli í iðnaðarborgum Norðurríkjanna. Það ýtti undir mikla fólksflutninga blökkumanna úr Suðurríkjunum norður til Chicago. Djassleikararnir í New Orleans voru einnig á faraldsfæti. Þeir léku fyrir dansi á fljótabátunum á Mississippi en leituðu jafnframt vinnu í Chicago. Þetta var á bannárunum svonefndu frá 1920 til 1933 þegar með öllu var bannað að selja áfengi. Engu að síður var fjöldi ólöglegra vínsölustaða og næturklúbba starfræktur í Chicago og víðar. Þar var því nóga vinnu að hafa fyrir hljóðfæraleikara. Djassmenn í Chicago spiluðu ekki í skrúðgöngum líkt og starfsbræður þeirra í New Orleans. Þeir gátu því haft píanó í böndum sínum og notað kontrabassa í stað túbu. Saxófónn, yfirleitt tenórsaxófónn, bættist í sveitina og hafði afgerandi áhrif. Gítar kom í stað banjós. Einleikskaflar skiptu nú meira máli en sameiginlegir spunakaflar. Áhersla jókst á annað og fjórða slag. Það kallast backbeat eða eftirslag. Píanóleikarar höfðu vanist því í ragtime-lögum sem nýlega voru komin úr tísku. Hljómar gítarsins tóku undir eftirslögin. Það sama gerði sneriltromman. Bassaleikarinn hlustaði hins vegar eftir vinstri hönd píanóleikarans og lék sínar nótur á fyrsta og þriðja slagi í hverjum takti. Leikstíll manna varð áreynslulaus og slakur en skapaði um leið svigrúm fyrir spennu og drifkraft. Upphaf og endir laga urðu margbrotnari en áður hafði þekkst. Þrír íslenskir brautryðjendur með gítar, kontrabassa og píanó. Frá vinstri: Ólafur Gaukur Þórhallsson, Hallur Símonarson og Kristján Magnússon. Engar hljóðritanir eru til frá fyrstu árum djassins. Því byggjast lýsingar á honum á viðtölum við gamla djassleikara. Hins vegar léku hljóðfæraleikarar frá New Orleans inn á margar upptökur í Chicago þegar hér var komið sögu. Þeir létu sé ekki lengur nægja sameiginlega spunakafla, eins og tíðkast hafði í New Or- leans, heldur var nú boðið upp á sóló leikin af fingrum fram. Slíkur einleikur gerir aðrar kröfur til hljóðfæraleikara en fínofinn spuni alls hópsins. Aftur á móti reyndu þeir sem spiluðu Dixie­ land á þessum tíma, sem og síðar, að viðhalda gamla stílnum frá New Orleans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=