Dægurspor
57 FLAPPERS Velmegun jókst eftir því sem leið á þriðja áratuginn. Nýjar hugmyndir um tísku og útlit skutu upp kollinum samhliða hefðbundnum viðhorfum um fegurð og glæsileika. Hjól tískunnar höfðu ekki snúist hratt í upphafi aldarinnar. Ennú varðheldur betur líf í tuskunum. Útlit kvenna tókmiklum breytingum. Stuttklipptur drengjakollur kom í staðinn fyrir uppsett hár. Pilsfaldarnir styttust frá ökla upp undir hné. Ávöl brjóst og mjaðmir viku fyrir mjóslegnum og drengjalegum stíl. Mjúkar línur kvenlíkamans voru ekki lengur í tísku. Konur fóru að klæða sig líkt og piltar. Margar stúlkur gengu menntaveginn og fengu fasta vinnu að námi loknu. Þær hikuðu ekki við að hella sér út í rómantísk ástarævintýri þó hjónaband væri ekki á dagskrá. Konur óku bílum, spiluðu golf, æfðu tennis og syntu. Sumar reyktumeira að segja og drukku á almannafæri. Allt taldist þetta til tíðinda og var mörgum nóg boðið. Enska orðið flapper er haft yfir ungar stúlkur sem á þessum árum kærðu sig kollóttar um gamlar hefðir og siðferðisreglur. En ungar konur voru ekki einar um það. Margir gáfu lítið fyrir gamlar hefðir og siði en voru þeim mun uppteknari af tæknivæddum nútímanum (modernity) sem stakk mjög í stúf við fyrri tíð. Flappers voru þær kallaðar, skvísur þessa tímabils, þriðja áratugarins. Þetta orðalag gæti vísað til ungra fugla að blaka vængjum sínum. Einnig hefur það verið tengt eldri notkun orðsins á Norður-Englandi. Þar var það notað um táningsstúlkur með tíkarspena sem blöktu/slógust á baki þeirra. Framkoma þessara ungpía tímabilsins var af mörgum hinna eldri talin óviðeigandi og segja má að þær hafi endurskilgreint hlutverk kvenna í samfélaginu. Violet Romer var bandarísk leikkona og dansari. Forsíða á ensku dagblaði 1922. Glæstar vonir þriðja áratugsins
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=