Dægurspor

Dægurspor 56 GRAMMÓFÓNNINN OG HLJÓMPLATAN Grammófónninn varð einnig mikilvægt tæki. Hann gerði tónlistar­ mönnum kleift að hlusta aftur og aftur á sama lagið. Þannig gátu þeir lært það til hlítar án þess að hafa nótur við hendina. Útvarp og hljómplötur breiddu út nýjar tónlistarstefnur og juku þekkingu fólks á tónlist sem því hafði verið ókunnug. Jafnframt sköpuðu þessir miðlar forsendur fyrir þróun nýrrar tónlistar. Árið 1921 voru framleiddar 100 milljónir hljóm- platna í Bandaríkjunum einum. Þarlendir eyddu meiri peningum í plötur en nokkra aðra afþreyingu. Smám saman varð til margskonar starfsemi í tengslum við hljóm­ plötuútgáfu. Þar komu við sögu tæknimenn, hljóðfæraleikarar, söngv- arar, iðnverkafólk, bílstjórar, afgreiðslufólk og þannig mætti áfram telja. Dægurtónlist var orðin veigamikill þáttur í hagkerfinu. Fjöldaframleiðsla og ný tækni urðu til þess að hljómplötur og plötuspilarar lækkuðu í verði. SKEMMTANAIÐNAÐURINN Skemmtanaiðnaðurinn óx að umfangi og krafðist sífellt nýrra dægurlaga. Lög úr óperettum og revíuvísur nutu vinsælda. En slagarahöfundar fóru í auknum mæli að taka mið af danslögum. Nýir amerískir dansar, shimmy, foxtrot og charleston tóku við af völsum og vínarvölsum. Tangóinn kom til sögunnar. Sérhæfing hófst í lagagerð, einn samdi lag, annar texta, sá þriðji útsetti og svo framvegis. Dægurlagastjörnur urðu til. Skemmtanalífið tók stakkarskiptum þennan áratug. Djass náði vinsældum. F. Scott Fitzgerald kallaði þriðja áratuginn The Jazz Age . 78 snúninga hljómplata. Þvermál hennar er 25 cm og hún snýst 78 snúninga á mínútu. Gamall grammófónn. Tríó Jakobs Lárussonar á Siglufirði. Auk hans Kristján Þorkelsson í miðið og Þórður Kristinsson til hægri. Saxófónninn virðist þó aðalatriðið á myndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=