Dægurspor

55 Glæstar vonir þriðja áratugsins ÚTVARPIÐ OG DÆGURTÓNLISTIN Á þessum árum safnaðist fjölskyldan saman í kringum útvarpstækið enda ekkert sjónvarp komið til sögunnar. Dægurtónlist varð fljótt áberandi í dagskrárgerðinni. Slík tónlist hefði aldrei orðið það fyrirbæri semhún er án hins þéttriðna nets bandarískra útvarpsstöðva. Fyrir tilstuðlan útvarpsins urðu staðbundnir skemmtikraftar að stórstjörnum á landsvísu. Alls konar tónlist náði athygli langt út fyrir upprunalegt umhverfi sitt. Útvarpið batt á sinn hátt saman hið gríðarstóra meginland Norður-Ameríku. ÚTVARP REYKJAVÍK Ríkisútvarpið tók til starfa 20. desember 1930 og kom eins og sólargeisli inn í líf margra Íslendinga. Sveitafólk gat flýtt störfum sínum úti við og sest inn í hlýja stofuna þegar kvölda tók. Þar gat það hlustað á alla dagskrána en unnið um leið í höndunum eins og venja var á þessum árum. Sjómenn á hafi úti, sem höfðu mátt sætta sig við að fá ekki fréttir vikum saman, gátu nú fylgst með eins og aðrir. Þá var útvarpið mikill lífsléttir fyrir fólk sem bjó afskekkt. Menn gerðu sér mat úr þráðlausri fjarskiptatækni sem þróast hafði í stríðinu og fundu upp útvarpið. Það náði fljótt yfirburðarstöðu á fjölmiðlamarkaði. Sigrún Ögmundsdóttir, fyrsti þulur Ríkisútvarpsins. Daisy var ung og sá yfirborðslegi heimur sem hún hrærðist í var fullur af ilmandi orkideum ... Allar nætur kveinuðu saxófón- arnir ámátleg stefin úr „Beale Street Blues“ meðan hundruð af gull- og silfurlitum skóm gældu við glitrandi rykið á gólfinu. ... og ung andlit bárust til og frá eins og rósarblöð sem feyktust yfir gólfið fyrir angurværum blæstri úr lúðurhorni. F. Scott Fitzgerald: Gatsby bls. 174. Atli Magnússon íslenskaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=