Dægurspor

Dægurspor 54 GLÆSTAR VONIR ÞRIÐJA ÁRATUGARINS Meðan karlarnir börðust á vígvöllum fyrri heimsstyrjaldar fóru konurnar út á vinnumarkaðinn og sinntu störfum sem karlar höfðu einir gegnt fram að því. Þær klæddust hentugum fötum og losuðu sig við lífstykki og fleira sem hindraði eðlilegar hreyfingar. Þegar karlarnir sneru aftur til fyrri starfa að stríði loknu, höfðu konur fengið smjörþefinn af lífinu utan veggja heimilisins. Þá varð ekki aftur snúið. Í kjölfarið fylgdu aukin borgaraleg réttindi konum til handa. Breskar konur fengu kosningarrétt 1918. Þær bandarísku 1920. Iðnaður blómstraði framan af þriðja áratugnum. Eftirspurn eftirallskonarvarningi jókst gríðarlega.Margirhögnuðustmjög af verðbréfasölu, viðskiptum, iðnrekstri og fjöldaframleiðslu. Aðrir græddu vel á leynivínsölu bannáranna 1920 til 1933. Milljónamæringum fjölgaði. Nýrík miðstétt, nouveau riche eyddi peningum á báðar hendur og reyndi að líkja eftir lífsstíl aðalsins. Ásýnd þjóðfélagsins var orðin önnur en hún hafði verið fyrir stríð. Allt virtist á hverfanda hveli. Víðast hvar ólgaði kraftur og líforka. Fjöldaframleiðsla hófst á vörum og varningi. Þar má nefna bíla og hljómplötur. Símar, kvikmyndir, rafmagn og útvarp settu mark sitt á daglegt líf. Skáldsagan The Great Gatsby eftir Bandaríkjamanninn F. Scott Fitzgerald lýsir vel lífi hinna nýríku. Bókarkápan er í Art Deco-stíl sem var áberandi í hönnun áranna eftir fyrra stríð. Eftir seinna stríð minnkuðu vinsældir stílsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=