Dægurspor

53 SIGLUFJÖRÐUR Síldveiðar hófust fyrir Norðurlandi árið 1903. Það markaði upphafið að blómaskeiði Siglufjarðar sem náði hámarki á fjórða og fimmta áratug tuttugustu aldar. Fjöldi aðkomumanna eða farandverkafólks leitaði þangað enda nóg að starfa. Með mikilli vinnu gat fólk rakað saman peningum í einhverri af síldarbræðslum eða söltunarstöðvum staðarins. Þangað leituðu líka hljóðfæraleikarar og léku á dansleikjum bæði um helgar og í miðri viku þegar ekki gaf til veiða. Í brælu lágu stundum tugir eða hundruð skipa á firðinum. Þá var líf og fjör í samkomuhúsum bæjarins og dansað alla nóttina. En mörgum sem upplifðu síldarárin eru ekki síður minnistæðar bjartar íslenskar sumarnætur. Frá Síldaminjasafninu á Siglufirði. Ísland - Lífið við ströndina Hljómsveitin HOTS (Hitakarlar) á Hótel Siglunesi 1939. Frá vinstri: Þórhallur Stefánsson, Stefán Þorleifsson, Óskar Cortes og Baldur Kristjánsson.Takið eftir trommusettinu með málmgrind á hjólum. SÍLDARSTÚLKURNAR Þær heilsuðu okkur með svellandi söng síldarstúlkurnar og þá voru kvöldin svo ljós og löng en ljúfastar næturnar. Lag: Oddgeir Kristjánsson Texti: Ási í Bæ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=