Dægurspor

Dægurspor 52 Um fermingaraldur varðÁsi fyrir því áfalli að beináta komst í annan fótinn. Lá hann lengi rúmfastur og náði sér aldrei. Þrátt fyrir það hélt hann sínu striki eins og ekkert væri eðlilegra. Hann var sjómaður, útgerðarmaður, skáld, rithöfundur og lífskúnstner. Hann samdi eftirminnilega söngtexta en var einnig lagasmiður. Hann skrifaði bækur og var um skeið ritstjóri Spegilsins. Honum hefur verið lýst sem spegilmynd fólksins, náttúrunnar og galdursins sem Vestmannaeyjar búa yfir. Sum laga Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ teljast til sjómannalaga. Íslenskir lagahöfundar og textasmiðir hafa verið iðnir við að semja slík lög. Þar er fjallað um líf og störf íslenska sjómannsins á ýmsan hátt. En Ási beindi einnig augum sínum og væntumþykju að verkakonunum í frystihúsunum. Ástgeir Ólafsson var kenndur við hús afa síns og nafna, Litlabæ við Strandveginn og sjaldan nefndur annað en Ási í Bæ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=