Dægurspor

51 Oddgeir Kristjánsson ólst upp við kröpp kjör í mjög stórum systkinahópi. Hann hneigðist snemma til tónlistar. Þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður og fá tækifæri til tónlistarnáms fór hann tólf ára gamall að leika á horn í Lúðrasveit Vestmannaeyja. Stuttu síðar var hann farinn að leika á fiðlu. Síðar lærði hann á gítar. Sagt er að hann hafi lært að spila á þau hljóðfæri sem fyrir honum urðu. En gítarinn var alltaf innan seilingar og fylgdi honum alla ævi. Hann varð með tímanum miðpunktur í tónlistarlífi Eyjamanna, tónlistarkennari, tónskáld og stjórnandi lúðrasveitarinnar. Vinnudagurinn var oft langur en endurgjaldið ekki alltaf eftir því, eins og verða vill þegar ummikla brautryðjendur er að ræða. VOR VIÐ SÆINN Bjartar vonir vakna í vorsins ljúfa blæ. Bjarmar fyrir björgum, við bláan sæ. Fagur fuglasöngur nú fyllir loftin blá, brjóstin ungu bifast af blíðri þrá. Í æðum ólgar blóð í aftansólarglóð, ég heyri mildan hörpuslátt. Ég heyri huldumál, er heillar mína sál, við hafið svalt og safírblátt. Komdu vina kæra, ó, komdu út með sjó. Bylgjur klettinn kyssa, í kvöldsins ró. Viltu með mér vaka, þú veist ég elska þig, Komdu vina kæra og kysstu mig. Lag: Oddgeir Kristjánsson Texti: Árni úr Eyjum Loftur Guðmundsson (1906-1978) lagði gjörva hönd á margt. Hann þýddi m.a. fyrstu Tinnabækurnar og skrifaði kvikmyndasöguna Síðasti bærinn í dalnum sem út kom árið 1950, bæði sem bók og kvikmynd. Loftur kenndi í tólf ár í Vestmannaeyjum og orti þar nokkra texta. Þar má nefna Ship og hoj við lag Oddgeirs Kirstjánssonar og Vertu sæl mey við lag Ása í Bæ. MÆJA LITLA Á gallabuxum og gúmmískóm hún gengur árla dags í fiskiverið svo frísk og kát og flakar til sólarlags. Í stöðinni er hún stúlkan sú er strákana heillar mest, og svo er hún líka við fiskinn fim, hún flakar allra best. Hún Mæja litla með ljósa hárið, litfríð er hún á kinn, og nú er hún komin á átjánda árið, og augun þau, drottinn minn. Og þegar hún brosir og blikkar þá blossa hjörtun af ástarþrá, og alveg hún dansar og alveg hún hlær eins og sumarblær. Hún Mæja litla með ljósa hárið líkust er álfamær. Lag og ljóð: Ási í Bæ Ísland - Lífið við ströndina

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=