Dægurspor

Dægurspor 4 Gamli heimurinn ELSTU HEIMILDIR um dans eru 25 þúsund ára gamlar hellamyndir í Suður-Evrópu og Austurlöndum nær. Talið er, að dans hafi upphaflega verið trúarathöfn. Dans gegndi einnig miklu félagsleguhlutverki og var veigamikill sameiningarþáttur í lífi fólks. Með stækkun samfélaga, borgarmyndun og aukinni verkaskiptingu þegnanna, dró úr gildi slíkra sameiginlegra athafna. Dansinn varð að sérhæfri starfsgrein eins og önnur störf. Evrópskir bændadansar verða að hirðdönsum Miðaldakirkjan var í mikilli andstöðu við dansiðkun. Þrátt fyrir það var dans mikilvægur þáttur í lífi fólks í Evrópu. Bændadansar voru teknir upp við konungshirðir álfunnar. Menúett sem þykir tígullegastur allra hirðdansa er upprunninn meðal bænda í Poitou, gavotte kemur frá Provence – báðir staðir eru í Frakklandi. Vals er sprottinn úr þjóðdansinum Ländler og þjóðlögum héraða sem nú tilheyra Þýskalandi og Austurríki. Polki er upprunninn í Bæheimi, þar sem nú er Tékkland. Sarabande var vinsæll dans í nýlendum Spánverja í Suður-Ameríku og barst þaðan til Spánar. Gavotte var upphaflega franskur þjóðdans sem varð að vinsælum hirðdansi í höllu Loðvíks 14. í Frakklandi. Hirðtónskáld konungsins, Jean Baptiste Lully samdi bæði menúetta og gavottur sem enn eru leiknar, m.a. í kvikmyndum. Gavotte hefst á upptakti (þriðja slagi í fjórskiptum takti). Sveitafólk klæddist þægilegum fötum, hoppaði og tramp- aði á grasi grónum grundum undir berum himni. Hirðfólkið sveif um spegilslétt viðar- eða marmaragólf í glæstum höllum. Það var klætt íburðarmiklum fatnaði, síðkjólum, magabeltum og þröngum skyrtum sem heftu stórar hreyfingar. Þjóðdansar tóku stakkaskiptum þegar þeir urðu að hirðdönsum. Sporin, hreyfingarnar og tónlistin breytt­ ust og hraðinn jókst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=