Dægurspor

Dægurspor 48 ÍSLAND – LÍFIÐ VIÐ STRÖNDINA Frá landnámsöld sóttu Íslendingar sjó á opnum árabátum. En á 19. öld hófu þeir veiðar á þilskipum. Með orðinu þilskip er átt við seglskip með þilfari. Sum þeirra nefndust skútur. En önnur kútterar og var munur á lögun þeirra. Lagið Kátir voru karlar var samið um kútter sem gerður var út frá Akranesi. Lagið er í ágætum valstakti. KÁTIR VORU KARLAR Kátir voru karlar á kútter Haraldi. Til fiskiveiða fóru frá Akranesi. Og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó. Af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló. Hún hló, hún hló, Hún skelli- skelli hló. Hún hló, hún hló, Hún skelli- skelli hló. La la …. Sjá nótur í Söngvasafni (Ingólfur Guðbrandsson, Snorri Sigfús Birgisson og Þorgerður Ingólfsdóttir) bls. 116.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=