Dægurspor

47 EVRÓPSK TANGÓLÖG Tangóinnmótaði evrópska dægurtónlist fram yfir miðja tuttugustu öldina. Þar leysti harmóníka bandoneón af hólmi. Einnig var leikið á trommur. Stundum, t.d. í Finnlandi, var beguine- eða habanera -rytmi notaður í B-köflum tangólaganna. Mörg íslensk dægurlög eru samin sem tangóar. Textar þeirra eru oft rómantískir. Freymóður Jóhannsson, öðru nafni Tólfti september, samdi bæði tangóa og valsa. Danski tangóinn, Jalousie eða „Tango Tzigane“, eins og hann heitir fullu nafni, var saminn árið 1925. Höfundurinn var Jacob Thune Hansen Gade frá Vejle á Jótlandi. Tangó þessi varð alþjóðlegur smellur og notaður í yfir 100 kvikmyndum eftir að talmyndir komu til sögunnar 1927. Revían VIÐ GENGUM TVÖ Við gengum tvö í rökkurró. við leiddumst hljóð um húmgan skóg. Þú varst yndi og ástin mín og stundin áfeng eins og vín. Við hlýddum tvö í húmi ein. Og blærinn kvað við blöð og grein. Ég var nóttin þögla þín. Og þú varst eina stjarnan mín. Á meðan norðurljósin leiftra um bláan himininn, þá sit ég ein(n) og þrái kveðjukossinn þinn. Lag: Friðrik Jónsson. Texti: Valdimar Hólm Hallstað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=