Dægurspor
45 BANDONEÓN Bandoneón er eins konar hnappaharmóníka, upphaflega framleidd í Þýskalandi með um það bil sjötíu hnöppum, sem allir gefa frá sér mismunandi tón, allt eftir því hvort maður dregur belginn sundur eða þrýstir honum saman. Angurvær, þunglyndislegur tónblærinn lét vel í eyrum innflytjendanna sem ekki veitti af örlítilli tilfinningasemi í hörðum heimi. Bandoneón gerði gott betur en það. Menn kölluðu það „sál tangósins“ og samsömuðu tónblæ þess eigin minningum sem oftar en ekki voru markaðar sárri reynslu. TANGÓINN LEGGUR UNDIR SIG PARÍS Um1910 hafði yfirstéttin tekið við sér. Tangóinn var kominn inn í næturklúbba og skemmtistaði fína fólksins. Veturinn 1912–1913 náði tangó fótfestu í París og London og varð að tískufaraldri líkt og valsinn á liðinni öld. Árið 1913 var ár tangósins alls staðar í heiminum. Miðpunktur tangóæðisins var Parísarborg. Hér var um einskonar lífsstíl að ræða. Tangó er paradans og sá fyrsti sinnar tegundar sem leyfði spuna eða improvisation í hreyfingum. Tilburðirnir á dansgólfinu voru oft glæsilegir. Samamá segja um fatnaðinn. Konur klæddust tangóblússum með ermum sem bylgjuðust við hverja hreyfingu og kjólum eða pilsum með ögrandi klaufum. Slíkur fatnaður þótti kynþokkafullur en var nauðsynlegur í stórum tangóskrefum og aflíðandi stellingum. Til samanburðar má geta þess að charleston -kjólar eru stuttir. Lífstykki og pilsgjarðir heyrðu nú sögunni til. Fjaðrir á höttum voru ekki lengur láréttar heldur lóðréttar til að þær lentu ekki í andlitum dansherranna. Tangótónlist þróaðist á sínum tíma í tvær áttir, hefðbundinn og framsækinn tangó. Ekki verður farið nánar út í þá skiptingu hér. En í báðum stefnunum er att saman staccato og legato . Tónlistin er ævinlega barátta hins harða við hiðmjúka. Þaðmá túlka sem átök karlmennskunnar við hið kvenlega. Ímynd konunnar birtist í mjúkum og munaðarfullum legato -tónum (bundnum tónum) sem takast á við karlmannlega staccato -tóna, sem eru stuttir og slitnir hver frá öðrum. Þetta heyrist í mörgum tangólögum, t.d. Liebertango eftir argentíska tangóhöfundinn A. Piazolla og Tango Jalousie eftir Danann Jakob Gade. Revían Kvöldklæðnaður karlmanna varð einnig glæsilegur. Thés tango , þ.e. tangó-teboð, urðu staður og stund til að sýna sig og sjá aðra. Siðurinn barst til fínna sumar- dvalastaða við Ermasundið. Þangað kom yfirstéttarfólk víðs vegar að úr heiminum og tileink- aði sér nýjustu tísku Parísarbúa. Vilhjálmur annar, Þýskalands- keisari, bannaði hins vegar liðs- foringjum sínum að dansa tangó. Það sama hafði hann gert við valsinn á sínum tíma. Hins vegar hreifst Rússakeisari sem fyrr af nýjum dansi. Bað hann frændur sína að sýna hirðinni nýjustu til- burðina á hallargólfinu. En al- vöruleysið og léttúðin, sem fylgdi samkvæmislífi fína fólksins í Evr- ópu, hvarf síðan eins og dögg fyrir sólu við upphaf fyrri heims- styrjaldar árið 1914.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=