Dægurspor

Dægurspor 44 TANGÓ UNDIR LOK 19. ALDAR lá mikill straumur evrópskra innflytjenda til landsvæðis í Suður-Ameríku er nefnist Rio de La Plata. Auk þess losnuðu kreólar, þ.e. Spánverjar fæddir vestra, í stórum stíl undan herþjónustu og settust þar að. Flestir tóku sér bólfestu í hafnarhverfum Buenos Aires í Argentínu og Montevideo í Uruguay. Íbúafjöldi Buenos Aires óx úr 100 þúsundum árið 1880 í eina milljón árið 1910. Fjölskrúðugt næturlíf Buenos Aires gerði það að verkum, að tangó tók brátt að heyrast á fínum skemmtistöðum og í leikhúsum. Vinsælt menningartímarit birti grein um þennan tískudans árið 1904. Var hann sagður „lostafullur“ og „algjört brjálæði“, textarnir svo svakalegir að jafnvel harðsvíraðir lögregluþjónar roðnuðu. Voru þó ýmsu vanir. Yfirstéttin vildi ekkert við fyrirbærið kannast. Skemmtanalífið mætti kröfummarkaðarins og var sniðið að þörfum karlmanna. Á stöðum sem seint verða kenndir við fágun varð tangóinn til, þrunginn sögu frá fyrsta degi. Tangódans og bandoneónleikur á menningarnótt í Reykjavík. Aðfluttir Ítalir, Spánverjar, Austur- Evrópumenn og Gyðingar áttu samneyti við heimamenn sem sjálfir voru blanda Spánverja, blökkumanna og indíána. Hvert þjóðarbrot hafði í farteskinu sér- stakan tónlistararf. Karlmenn voru í yfirgnæfandi meirihluta (50:1), einkum uppgjafarhermenn og fá- tækir verkamenn. Tilvera þeirra var hrjúf ringulreið. Áreitin voru alltumlykjandi. Slagsmál, hnífs- stungur og annað ofbeldi var dag- legt brauð. Á góðri stund mátti þó heyra grípandi laglínur frá Suður- Ítalíu eða Andalúsíu, flamenco frá Spáni, kúbanskt habanera eða hálftalaðar og hálfsungnar frá- sagnir innfæddra sem þeir nefndu milongas. Stundum iðuðu fæt- urnir undan afrískum trommu- slætti, candombe. Tangóinn var í fæðingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=