Dægurspor
43 Revían KERLINGARVÍSA Úr revíunni Upplyfting frá árinu 1946. Ég var um aldamótin svo upplögð fyrir glens og grín og gaf þeim undir fótinn sem gægðust inn til mín. :,: Og þá – og þá – var straumurinn af strákunum af Stebbum, Jónum, Lákunum – sem vildu‘ ég væri sín. :,: Ég elskaði alla saman en aldrei hlaust neitt slys af því, og voða var það gaman að vera frjáls og frí. :,: Því þá – því þá – var sandur til af sjönsunum á Seltjarnarnesdönsunum með söng og hopp og hí. :,: Eitt kvöld kom Bjössi á Bakka. Svo bauð ég honum upp á kvist. Með honum átti‘ ég krakka í tveggja manna vist. :,: En hann – en hann – stakk af frá hjónabandinu og strauk svo burt af landinu. Við höfum ei síðan hist. :,: Ég giftist Gústa‘ á Sandi. Það grey var alltaf úti‘ á sjó. Og hann kom ekki‘ að landi fyrr en haustið sem hann dó. :,: En þó – en þó – en þó áttum við þríbura og þrisvar sinnum tvíbura, þá varð mér um og ó. :,: Enn er ég ung í anda – hef ánægju af Bjarna Bö og læt ekki‘ á mér standa þó ég sé sjötíu og sjö. :,: En ef – en ef þú leiður ert á lífinu þá labbaðu við hjá vífinu í Skálkaskjóli tvö. :,: Indriði Waage, Haraldur Á Sigurðsson og Tómas Guðmundsson. Nína Sveinsdóttir sem 77 ára gömul kerling í revíunni Upplyfting í Iðnó árið 1946. Enn var það Fjalakötturinn sem setti upp sýninguna og höfundar þeir sömu og stóðu ári síðar að revíunni „Vertu bara kátur“.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=