Dægurspor

Dægurspor 42 HERNÁMIÐ OG REVÍURNAR Árið 1940 hernámu Bretar Ísland. Fljótlega stóðu athafnamenn og almenningur í alls kyns braski í kringum herinn. Einnig átti íslenskt kvenfólk vingott við hermennina. Nú höfðu revíuhöfundar eitthvað til að moða úr. Revían Hver maður sinn skammt var frumsýnd árið 1941. Hin nýja revía Reykjavíkurannáls var leikin í fyrrakvöld við troðfullu húsi og fagnað mjög af áhorfendum. Leikstjórinn er Haraldur Á. Sigurðsson. Revían er í 4 „dráttum“ og 2 „glaðningum“. Höfuðefnið – ef efni skyldi kalla – er eftirfarandi: Milljónius Morgan, togaraeigandi, hefur átt dóttur utan hjónabands, en dylur þetta fyrir konu sinni, hinni ráðríku Masínu, og hinni fjörugu dóttur sinni í heilögu hjónabandi, Jasínu. En bóndasonur einn að norðan, Spectator Blaðran veit um leyndarmálið og Miljóníus hefur orðið að heita honum Jasínu til að þegja. En fyrir allskonar misgáning tekur Spectator Nasinu, vinnukonuna, fyrir dóttur Miljóníusar, en Jasína er þá að dufla við Breta. Þá koma þeir Petsamofararnir – Sólon Íslandus og Sólon Sókrates við sögu. Og lýkur þessu með því að Sólon Sókrates trúlofast Jasínu, en þegar Spectator uppgötvar hvernig hann hefur verið svikinn, þá kemur upp úr kafinu aðNasína er þá einmitt þessi laundóttir Miljóníusar. Þetta er þá þráðurinn. Þynnri gat hann varla verið, enda slitnar hann æði oft og er lengst af ósýnilegur. Þjóðviljinn 26 febrúar 1941. Bls. 3. Seinna komu Bandaríkjamenn og leystu Breta af hólmi. Hernámið gjörbreytti þjóðfélaginu. Athafnalíf blómstraði og atvinna jókst stórlega. En mörgum fannst ekki þverfótað fyrir erlendum hermönnum. Samskipti þeirra við íslenskar konur voru mjög umdeild. Það mest fyrir augun í bæ þessum ber að bærinn er fullur af útlendum her. Þeir spássera og státa um stræti og torg og stúlkurnar dufla við þá inni’ á Borg. Það er draumur að vera með dáta úr revíunni Hver maður sinn skammt 1941. Texti: Morten Ottesen. Ástandið, eins og það var kallað, gátu revíuhöfundar borið saman við tímann þegar amma var ung. Allt í gamni þó. Að þeirra sögn héldu konurnar sig heima við á kvöldin í þá daga. Fjarri karlmönnum. Um það er t.d. sungið í laginu þegar amma var ung úr revíunni „Nú er það svart maður (1942)“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=