Dægurspor

41 Revían GULLÖLD REVÍUNNAR Svo liðu árin. Revíusýningar lögðust næstum af á kreppuárunum. En, skömmu fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar, þ.e. árið 1938, hófust þær aftur svo um munaði. Í hönd fór gullöld íslensku revíunnar. Meðal höfunda voru listamenn eins og tónskáldið Emil Thoroddsen og skáldið Tómas Guðmundsson. Reyndar þótti ýmsum revíuformið heldur ófín leiklist. Byggt var á stílfærðum leiktilþrifum sem þóttu gamaldags en einnig eftirhermum og gamanvísum. Þá þótti nokkuð örla á fordómum í revíunum. Til dæmis var sveitafólk oft haft heimskt og konur einfaldar. Ég var saklaus sveitamær og sollinn þekkti ég ei, þegar ég kom í þennan bæ, þá var ég óspillt mey. Ég gekk svo sæl um göturnar og gamla Lækjartorg og stundum líka stóð ég kyrr og starði inn á Borg. Anna í Grænuhlíð úr revíunni Hver maður sinn skammt 1941. Texti: Morten Ottesen. Reykjavík var lýst sem syndum spilltum bæ. Undir fáguðu yfirborði hins borgaralega lífs leyndist framhjáhald, drykkjuskapur, brask og spilling. Sem fyrr veittust revíuhöfundar háðslega að mönnum og málefnum. Tilþrifin voru oft býsna snjöll. Almenningur hló dátt en líkt og áður sveið ýmsa undan skopinu. Oft að um að ræða skarpa ádeilu á ýmsa galla í fari Íslendinga. Þá var stjórnmálamönnum hvergi hlíft. Auróra Halldórsdóttir sem Skotta Skott og Haraldur Á. Sigurðsson sem Argmundur Orðvar í revíunni „Vertu bara kátur“ árið 1947. Sýnt var í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, húsi sem síðar gekk undir nafninu Sigtún og enn síðar NASA. Framleiðandi var Fjalakötturinn. Höfundar voru Haraldur Á. Sigurðsson, Indriði Waage og Tómas Guðmundsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=