Dægurspor
Dægurspor 40 REVÍAN UM 1900 var Ísland enn hluti af Danmörku og Kristján 9. konungur lands og lýða. Árið 1904 fengu Íslendingar fyrsta ráðherrann, Hannes Hafstein. Sama ár kom fyrsti bíllinn til landsins. Leikstarfsemi var víða hafin. Árið 1913 sömdu og sviðsettu stúdentar í Reykjavík skopleikinn Allt í grænum sjó . Sýningin var kölluð revy upp á dönsku. Viðtökur áhorfenda voru blendnar. Ýmsum var skemmt. Öðrum þótti gamanið grátt. Töldu að mönnum og málefnum væri þarna sýnd argasta óvirðing. Var þar svo ódrengilega vegið að einstökum mönnum, að þeir máttu ekki við una, en fengu bann fyrir því, að hann væri sýndur oftar en orðið var. Meinyrðin og fyndnin urðu að meiðyrðum og mannskemmingum. Morgunblaðið 12. maí 1918 bls. 3. Þetta var löngu fyrir daga Spaugstofu og áramótaskaupa. Menn voru alls óvanir gríni af þessu tagi. Ekki var heldur langt síðan að danskur ráðherra lét stöðva revíusýningu í Kaupmannahöfn. En þrátt fyrir blendnar viðtökur fylgdi meira skop í kjölfarið. Margar revíur voru samdar og sviðsettar á komandi árum. Íslenska revían á sér um hundrað ára sögu. Formið hefur tekið litlum breytingum. Revían íslenska býr yfir sterkum heildareinkennum allt fram til 1960, ólíkt því sem gerist í nágrenni okkar. Hún byggir á einföldum þræði – fléttan er losaraleg saga af braskara í efri stétt og ástarsaga er notuð til fyllingar. Þráðurinn er rofinnmeð stuttum innskotumhvenær semþurfa þykir og eru þau nefnd glefsur eða sketsar. Revían er ádeiluform – viðburðaryfirlit síðasta árs með sterkri ádeilu og mergjuðu háði sem umlykur alla hluta verksins; bæði opinskátt og undir rós. Revían ræðst að einstaklingum og málefnum, flokkum og fyrirtækjum, samfélaginu sjálfu. Páll Baldvin Baldvinsson: Þegar amma var ung. Plötuumslag frá 1978.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=